Viðskipti innlent

Straumur féll um 19,3 prósent

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um tæp 19,3 prósent á annars rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Á hæla fjárfestingabankans kom Eimskip, sem féll um tíu prósent. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 5,56 prósent, í Bakkavör um 3,55 prósent og Færeyjabanka um 2,89 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,16 prósent.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa Marel Food Systems um 0,1 prósent.

Það var eina hækkun dagsins.

Gamla Úrvalsvísitalan féll um 3,42 prósent og endaði í 284 stigum. Nýja vísitalan (OMXI6) féll um 4,67 prósent og endaði í 840 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×