Matur

Heimalagað rauðkál og rauðvínssósa

1 stk rauðkálshaus

1 grænt epli

2 msk smjör

2 dl rauðvínsedik

180 gr sykur

1dl sólberjasaft

1 msk rifsberjasulta

1dl vatn

Salt

Eplin og rauðkálið er skorið niður, þetta er sett í pott ásamt smjöri og blandað vel saman. Þá er restinni blandað saman við og soðið við vægan hita í c.a 1 ½ - 2 tíma. 

Hræra þarf reglulega í pottinum.

Rauðvínssósa:

1 stk laukur 

4 greinar timjan 

2-4 stk negulnaglar 

1 msk rauðvínsedik 

2 dl rauðvín 

3 dl vatn 

3 dl rjómi 

2-3 msk svínakraftur 

Salt og pipar 

Maesenamjöl

Laukurinn er skorin gróft niður og steiktur uppúr smjöri, timjan og negulnaglar er sett saman við og steikt áfram. Þá er rauðvíninu blandað saman við ásamt ediki, vatni og kraftinum. Sósan er látin sjóða aðeins niður. Þá er sósunni hellt í gegnum sigti og rjóminn settur saman við. Þá er sósan smökkuð til með salt og pipar, svo er sósan aðeins þykkt með maesenamjöli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.