Ríkisstjórnin fann breiðu bökin 23. desember 2009 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar. Ríkisstjórnin segist vilja finna breiðu bökin til þess að bera hærri skatta og hlífa öðrum. Afraksturinn sem við sjáum nú í nýjum skattalögum sýnir að stjórnin er ekki mjög fundvís á þessa hluti. Skattarnir hækka hjá öllum, líka þeim sem hafa lægstu launin. Og í sumum skattalagabreytingum virðist ríkisstjórninni hafa lánast það að slæma högginu einkanlega þar sem síst skyldi. Nýju lögin um orku- og auðlindaskatta eru dæmi um þetta. Þar virðist ótrúlega margt gert með öfugum klónum, eins og neðangreind dæmi sýna: 1. Þetta eru ekki eiginlegir orku- né auðlindaskattar. Þetta eru bara skattahækkanir í dularbúningi þar sem óorði er komið á umhverfismál í leiðinni. 2. Eldsneytisskattar og kolefnisgjöld hækka eldsneyti, bensín og olíu. Þessi gjöld hækka um allt að 50% á þessu ári. Þetta bitnar einkanlega á flutningskostnaði á landsbyggðinni. Þar með hækkar vöruverðið sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem það er þó oft hæst fyrir. 3. Gjaldtökuaðferð ríkisstjórnarinnar er þannig samansett gagnvart hitaveitum, að það leiðir til mestrar hækkunar þar sem verðið er hæst fyrir. Enn er það landsbyggðin sem blæðir. 4. Gjöldin hækka mjög rekstrarkostnað fjölskyldubíls, sem almenningur getur ekki verið án. Ný skattlagning á þessu ári eykur rekstrarkostnaðinn um 40 til 50 þúsund krónur á venjulegum bíl. 5. Að mati þeirra sem gleggst þekkja til, er nýi skatturinn þungt högg á nýsköpunarfyrirtækin, sem ríkisstjórnin þykist þó styðja. Sem sagt ekkert að marka þær stuðningsyfirlýsingar. 6. Þessi skattlagning skerðir samkeppnisstöðu útflutningsgreina okkar, sjávarútvegs og iðnaðar til dæmis, en hjálpar útlendu fyrirtækjunum sem við keppum við. Stuðlar því að fækkun starfa. 7. Gjaldtakan bitnar mjög á ferðaþjónustunni, hækkar fargjöld, fælir erlenda ferðamenn frá landinu og skerðir þannig útflutningstekjur og atvinnusköpun. Ferðalög Íslendinga verða dýrari. Allt þetta kallar ríkisstjórnin að skattleggja breiðu bökin og félagslegt réttlæti. Einkennileg er hennar réttlætiskennd. Höfundur er alþingismaður.
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun