Umfjöllun: Meistaravon KR lifir eftir sigur á Blikum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2009 16:30 Úr leik KR og Breiðabliks frá því fyrr í sumar. Mynd/Stefán KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira
KR-ingar minnkuðu forskot FH-inga aftur í fimm stig eftir að liðið vann 2-0 sigur á Breiðabliki í Kópavogsvellinum í 20. umferð Pespi-deildar karla í dag. Gunnar Örn Jónsson og Grétar Sigfinnur Sigurðarson skoruðu mörk KR-liðsins. Allt annað en KR-sigur hefði gert FH að Íslandsmeisturum. KR-ingar byrjuðu vel og fengu fyrstu færin í leiknum. Baldur Sigurðsson hefði getað skorað tvö skallamark á fyrstu fjórtán mínútunum, fyrst bjargaði Guðmann Þórisson á marklínu og svo varði Ingvar Þór Kale frá honum. Óskar Örn Hauksson hefði auðveldlega geta nýtt frákastið úr markteignum en skaut framhjá. KR-ingar þurftu að gera breytingu eftir aðeins 20 mínútna leik þegar Atli Jóhannsson fór af velli eftir að hafa fengið putta í augað og það tók KR-liðið dágóðan tíma að finna taktinn á nýjan leik. Blikar komust við þetta meira inn í leikinn og bakvörðurinn Kristinn Jónsson var mjög ógnandi á þessum kafla. Kristinn var arkitektinn að bak við tveimur dauðafærum Blikum á tveimur mínútum, fyrst átti hann sendingu inn á Andra Rafn Yeoman, sem lét Andre Hansen verja frá sér og svo slapp hann sjálfur í gegn en skaut framhjá úr þröngu færi. KR-ingar fóru að braggast eftir þetta og varamaður Atla, Guðmundur Benediktsson, komst betur inn í leik liðsins. Það var síðan Gunnar Örn Jónsson sem skoraði glæsilegt mark á móti sínum gömlu félögum fimm mínútum fyrir hálfleik. Gunnar fékk þá boltann frá Björgólfi Takefusa og átti flott skot utan teigs sem fór af varnarmanni og upp í fjærhornið. Blikar fóru strax í stórsókn og Kristinn Steindórsson átti skot sem fór í utanverð fjærskeytin. Þeir höfðu ekki heppnina með sér þar frekar en í öðrum góðum færum sínum í fyrri hálfleiknum. Það tók Blikar aðeins 20 sekúndur að komast í dauðafæri í seinni hálfleik en Andre Hansen, markvörður KR, varði þá frábærlega frá Elfari Frey Helgasyni úr algjöru dauðafæri. Í kjölfarið náðu Blikar góðri pressu en náðu þó ekki að nýta sér það og jafna leikinn. KR-ingar biðu áttekta og spiluðu skynsamlega úr stöðunni enda 1-0 yfir og í góðum málum. Þeir sköpuðu mesta hættu eftir föst leikatriði og í kjölfarið á aukaspyrnu Bjarna Guðjónssonar skoraði Grétar Sigfinnur Sigurðarson með góðum skalla eftir að hafa fengið fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir seinna mark KR-ingar áttu KR-ingar sigurinn vísann. Blikar gáfu mikið eftir og misstu augljósa trúnna á því að þeir gætu náð einhverju út úr leiknum. Blikar skoruðu reyndar mark eftir horn en skallamark fyrirliðans Kára Ársælssonar var dæmt af vegna rangstöðu. KR-ingar fögnuðu síðan góðum sigri og sáu til þess að misstu ekki af tveimur bikurum í sömu vikunni. KR á reyndar ekki mikla möguleika á Íslandsmeistaratitlinum en þeir hafa sett ágæta pressu á FH-inga með að vinna síðustu fjóra leiki sína í deildinni. KR gat þakkað norska markverði sínum Andre Hansen að þeir lentu ekki undir fyrri hluta leiksins en þegar á leið sýndu Vesturbæingar styrk sinn og tryggðu sér sanngjarnan sigur. Breiðablik-KR 0-2 0-1 Gunnar Örn Jónsson (40.) 0-2 Grétar Sigfinnur Sigurðsson (66.) Kópavogsvöllur. Áhorfendur: 951 Dómari: Einar Örn Daníelsson (6) Skot (á mark): 9-18 (6-9) Varin skot: Ingvar 5 - Hansen 5. Horn: 4-6 Aukaspyrnur fengnar: 14-10 Rangstöður: 1-2 Breiðablik (4-5-1): Ingvar Þór Kale 6 Árni Kristinn Gunnarsson 5 Guðmann Þórisson 5 Kári Ársælsson 5 Kristinn Jónsson 6 Olgeir Sigurgeirsson 4 (63., Haukur Baldvinsson 4) Finnur Orri Margeirsson 6 Guðmundur Kristjánsson 5 Andri Rafn Yeoman 7 Kristinn Steindórsson 6 (78., Evan Schwartz -) Elfar Freyr Helgason 6 (88., Aron Már Smárason -) KR (4-3-3): Andre Hansen 7 Skúli Jón Friðgeirsson 5 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 6 Mark Rutgers 5 Jordao Diogo 6 Bjarni Guðjónsson 6Baldur Sigurðsson 7 - Maður leiksins - Atli Jóhannsson - (22., Guðmundur Benediktsson 6) Óskar Örn Hauksson 6 (86., Gunnar Kristjánsson -) Björgólfur Takefusa 5 Gunnar Örn Jónsson 6 (84., Guðmundur Reynir Gunnarsson)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Enski boltinn Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Íslenski boltinn „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Golf Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti Í beinni: Man. City - Man. Utd | Borgarslagur á Etihad Enski boltinn Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Handbolti Tveir létust í hjólreiðakeppni Sport Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Íslenski boltinn „Ég er 100% pirraður“ Enski boltinn Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Í beinni: KA - KR | Fyrsta heila tímabil Óskars með KR hefst Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Sjá meira