Sport

Oscar De La Hoya leggur boxhanskana á hilluna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Oscar De La Hoya.
Oscar De La Hoya. Mynd/GettyImages

Boxarinn Oscar De La Hoya er hættur keppni en hann er einn sigursælasti og vinsælasti boxari allra tíma. De La Hoya vann alls tíu heimsmeistaratitla á ferlinum.

De La Hoya er 36 ára gamall og hefur oft verið kallaður gulldrengur boxins enda ekki síður þekktur fyrir hversu myndarlegur hann er en hversu góður hann var í hringnum.

„Ég hef tekið þá ákvörðun að þetta sé búið," sagði Oscar De La Hoya fyrir framan fullt af aðdáendum sínum á útisamkomu rétt hjá Staples Center í Los Angeles. Meðal gesta voru gamanleikarinn George Lopez og Mickey Rourke sem var á dögunum tilnefndur til Óskarsverðlaun fyrir hlutverk sitt í The Wrestler.

De La Hoya tapaði illa síðasta bardaga sínum sem var á móti Manny Pacquiao fyrir fjórum mánuðum. Hann tapaði fjórum sinnum í síðustu sjö skipti sem hann fór inn í hringinn.

Oscar De La Hoya síðasta heimsmeistaratitil sinn í maí 2006 þegar hann var Ricardo Mayorga í sex lotum. Hann vann 39 af 45 bardögum þar af 30 þeirra með rothöggi.

„Ég var fæddur til að boxa og hef lifað fyrir boxið," sagði De La Hoya sem viðurkenndi að það væri mjög erfitt að sætta sig við það að hann gæti ekki lengur keppt í fremstu röð.







Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×