Sport

Christian Bale styður Phelps

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Phelps sundkappi.
Michael Phelps sundkappi. Nordic Photos / AFP
Leikarinn Christian Bale hefur stigið fram og beðið Michael Phelps um að keppa á næstu Ólympíuleikum.

Phelps sagði í síðustu viku að hann væri ekki enn búinn að ákveða sig hvort hann ætli að keppa á leikunum í Lundúnum árið 2012. Þetta sagði hann skömmu eftir að hann baðst afsökunar á hegðun sinni eftir að mynd birtist af honum þar sem hann var að reykja hass.

„Gerðu það, Michael Phelps, kepptu næstu Ólympíuleikum," sagði Bale í samtali við bandaríska fjölmiðla. „Þessi drengur er með guðsgjöf. Hvað með það þótt hann hafi reykt smá hass - þeir eru nokkrir forsetarnir sem hafa gert það. Ekki sóa þessum hæfileikum þínum."

Bale komst sjálfur nýverið í fjölmiðla þegar að hljóðupptaka lak á netið þar sem hann tekur ljósamann á beinið fyrir að ganga fyrir myndavél við upptökur á kvikmyndinni Terminator Salvation.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×