Fótbolti

Annað Galáctico-tímabil að hefjast hjá Real Madrid?

David Beckham og Zinedine Zidane voru tvær af skrautfjöðrum Pérez
David Beckham og Zinedine Zidane voru tvær af skrautfjöðrum Pérez NordicPhotos/GettyImages

Spænskir fjölmiðlar halda því fram að Florentino Pérez sækist nú eftir því að ná aftur kjöri sem forseti knattspyrnufélagsins Real Madrid í sumar.

Perez sóttist fyrst eftir embætti forseta Real árið 1995, en landaði embættinu árið 2000.

Þá fór í hönd tímabil í sögu félagsins sem kallað var Galáctico (ofurstjörnu) -tímabilið, þegar Real Madrid sankaði að sér mörgum af stærstu stjörnum knattspyrnuheimsins.

Þar á meðal voru menn eins og Luís Figo, Zinedine Zidane, David Beckham og Ronaldo.

Félagið var þá gagnrýnt harðlega fyrir að tefla fram mönnum út á nafnið eitt - óháð frammistöðu þeirra á vellinum.

Pérez reið á vaðið í forsetaembætti sínu á sínum tíma með því að lokka Portúgalann Luís Figo til Real frá erkifjendunum í Barcelona.

Ef marka má fréttir frá Spáni verður það Brasilíumaðurinn Kaka hjá AC Milan sem verður fyrsta stóra nefnið sem hann fær til félagsins að þessu sinni og hann ku ætla að fá Arsene Wenger frá Arsenal til að taka við Real ef hann verður kjörinn forseti í kosningunum í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×