Fótbolti

Puyol: Það er engin krísa hjá Barcelona

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Carles Puyol.
Carles Puyol.

Carles Puyol, fyrirliði Barcelona, er ekki sáttur við þann fréttaflutning að það séu vandræði innan herbúða félagsins. Fréttirnir komu í kjölfarið á jafnteflinu gegn Osasuna um helgina.

Svo tapaði Barcelona afar óvænt fyrir Rubin Kazan á heimavelli í Meistaradeildinni á dögunum.

„Það er engin krísa í gangi. Vissulega hafa úrslit allra leikjanna ekki verið alveg nógu góð og fátt jákvætt í gangi en Barcelona hefur alla burði til þess að snúa þessu slæma gengi við," sagði Puyol.

„Markmið okkar í vikunni er að vinna Rubin Kazan í Rússlandi. Tapið gegn þeim var óvænt en við erum Evrópumeistarar og það er ætlast til þess að við vinnum þennan leik."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×