Körfubolti

Rose: Klíkumerkið var lélegur brandari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Derrick Rose.
Derrick Rose. Nordic Photos/Getty Images

Nýliði ársins í NBA-deildinni, Derrick Rose hjá Chicago Bulls, hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ljósmyndar af honum sem hefur flogið um netheima síðustu daga.

Á myndinni sést Rose flagga klíkumerki.

„Þessi mynd af mér er tekin í teiti í Memphis þegar ég var í skóla þar og átti að vera brandari, slæmur brandari verð ég að viðurkenna. Ég vil taka skýrt fram að ég er algjörlega á móti klíkum, eiturlyfjum og ofbeldi. Ég hef aldrei verið í neinni klíku og er algjörlega á móti ofbeldi sem þau standa fyrir," segir meðal annars í yfirlýsingu Rose.

„Á þessari mynd er ég sekur um að vera ungur og með slæma dómgreind. Ég bið aðdáendur mína afsökunar á þessu því ég reyni alltaf að vera góð fyrirmynd," segir Rose einnig.

Til þess að sjá myndina af Rose þá þarf að smella hér.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×