Fótbolti

Henry frá Barcelona 2011 og fer hugsanlega til Bandaríkjanna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry er heitur fyrir Bandaríkjunum.
Henry er heitur fyrir Bandaríkjunum.

Thierry Henry hefur lýst því yfir að hann ætli sér að yfirgefa herbúðir Barcelona sumarið 2011 og mun í kjölfarið hugsanlega spila í Bandaríkjunum.

Henry kom til Barca frá Arsenal árið 2007 og eftir slakt fyrsta tímabil fór hann á kostum það næsta.

Frakkinn hefur verið orðaður við England en hann virðist vera heitur fyrir því að fara til Bandaríkjanna. Henry var staddur í New York á dögunum og greindi þá frá þessum áhuga sínum.

„Gæti ég spilað fyrir New York Red Bulls einhvern tímann? Það gæti verið möguleiki árð 2011.

„Maður veit aldrei en sannleikurinn er sá að þessi möguleiki er afar líklegur. Ég vil vera hjá Barcelona í tvö ár í viðbót og síðan mun ég fara eitthvað annað."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×