Fótbolti

Enn samið um ímyndarétt Ronaldo

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United.
Cristiano Ronaldo í leik með Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Enska götublaðið The Daily Mail greinir frá því í dag að snuðra sé hlaupin á þráðinn í samningaviðræðum Cristiano Ronaldo við Real Madrid.

Samkvæmt fréttinni mun málið snúast um ímynd Ronaldo og markaðsrétt á henni. Real Madrid er sagt vilja fá 50 prósent af tekjum sem hljótast af henni, rétt eins og samið var um í tilfelli Brasilíumannsins Kaka.

Manchester United hefur samþykkt kauptilboð Real Madrid í Ronaldo upp á 80 milljónir punda og er það fullyrt að Ronaldo fái 200 þúsund pund í vikulaun hjá félaginu.

Jorge Mendes, umboðsmaður Ronaldo, er sagður tregur til að samþykkja skilmála Real Madrid.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×