Körfubolti

Wade vill fá stærri nöfn til Miami Heat

Ómar Þorgeirsson skrifar
Dwyane Wade.
Dwyane Wade. Nordic photos/AFP

Stórstjarnan Dwyane Wade hjá Miami Heat hvetur forráðamenn félagsins til þess að gera allt til þess að félagið verði aftur samkeppnishæft um NBA-titilinn, eins fljótt og auðið er en Heat varð meistari í NBA-deildinni árið 2006.

Wade getur losnað undan samningi sínum við félagið eftir næsta tímabil og hefur gefið vísbendingar um að hann kunni að gera það, ef félagið fari ekki að bæta leikmannahóp sinn.

„Við bættum okkur á síðasta tímabili en það er ekki nóg fyrir mig. Ég vill vera viss um að félagið ætli sér hluti og vilji berjast um titilinn á hverju tímabili. Ég vill ekki bara vinna leiki, ég vil vinna titla," segir Wade.

Wade er undanfarið búinn að horfa upp á önnur austurstrandarlið styrkja sig þar sem Shaquille O'Neal fór til Cleveland, Vince Carter fór til Orlando og Rasheed Wallace til Boston.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×