Fótbolti

Fabiano gæti yfirgefið Sevilla

Ómar Þorgeirsson skrifar
Luis Fabiano í leik með Sevilla.
Luis Fabiano í leik með Sevilla. Nordic photos/Getty images

Umboðsmaður framherjans Luis Fabiano hjá Sevilla viðurkennir að skjólstæðingur sinn gæti mjög hugsanlega yfirgefið Sevilla í sumar.

Mörg af stærstu félögum Evrópu eru sögð hafa áhuga á Brasilíumanninum.

„Eins og staðan er núna er Luis leikmaður Sevilla en það er ómögulegt að segja til um hvar hann verði á næstu leiktíð. Hann er jafn eftirsóttur og Zlatan Ibrahimovic, David Villa og Emmanuel Adebayor og við sjáum til hvað kemur út úr því," segir umboðsmaðurinn Jose Fuentes í samtali við Sky Sports.

Góð spilamennska kappans í Álfukeppninni hefur væntanlega gert lítið annað en að auka áhuga félaga á borð við Manchester United, Barcelona og AC Milan en Fabiano mun vera falur fyrir í kringum 25 milljónir punda samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×