Körfubolti

Mesta áhorf á NBA frá endurkomu Jordan

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James sækir að Dwyane Wade.
LeBron James sækir að Dwyane Wade. Nordic Photos / Getty Images

TNT-sjónvarpstöðin í Bandaríkjunum segir að áhorf á NBA-körfuboltann hafi aukist um fjórtán prósent frá síðasta tímabili og hafi ekki verið meira síðan að Michael Jordan tók skóna fram fyrir tímabilið 1995-96.

Að meðaltali horfðu 1,7 milljón manna á beinar útsendingar TNT frá leiki í NBA-deildinni. Meðaláhorfið á síðasta tímabili var 1,5 milljón manna. TNT var alls með beinar útsendingar frá 53 leikjum í deildinni.

Þegar Michael Jordan ákvað að hætta við að hætta árið 1995 var meðaláhorf á leiki í NBA-deildinni 1,9 milljón.

Á þetta allt við um leiki í deildakeppninni sem lauk á núverandi tímabili í fyrrinótt. Úrslitakeppnin hefst á morgun.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×