Óþarfi eða nauðsyn? Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 10. október 2009 06:00 Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Ekki er ofsögum sagt af Alþjóða gjaldeyrissjóðnum. Nú gengur maður undir manns hönd og hefur upp þann söng að AGS sé að þvinga upp á okkur meiri lánum en við þurfum og þau séu þess utan tilgangslaus og til þess eins fallin að auka kostnað ríkissjóðs. Það er þó mála sannast að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hefur hvorki beitt Íslendinga brögðum frjálshyggjunnunar eins og hann var að sögn alræmdur fyrir annarsstaðar, né heldur hefur hann troðið upp á okkur lánum. Þvert á móti hefur hann dregið endurskoðun 1. áfanga sameiginlegrar áætlunar Íslands og AGS og afhendingu annars hluta umsaminna lána úr hömlu vegna deilna okkar við Breta og Hollendinga um Icesave. Sá dráttur sem orðið hefur er hvorki til þess fallinn að auka trúverðugleika AGS né endurreisnar efnahagslífs á Íslandi. Upphæð lána stöðugt til endurmatsÞað virðist gleymast í þessari umræðu að samkvæmt skýrum þingvilja um fjárhagslega fyrirgreiðslu frá AGS og viljayfirlýsingu stjórnvalda um samstafið við sjóðinn, þá er gert ráð fyrir að efnahagsáætlunin sé endurskoðuð ársfjórðungslega. Þannig er samið um AGS lánið og norrænu lánin að ekki er skylt að taka á móti lánunum umfram það sem Íslendingar telja sig þurfa vegna endurreisnarinnar. Komi í ljós við einhverja af endurskoðunum efnahagsáætlunarinnar að ekki þurfi á frekari lánum að halda, þá verður þeim hafnað og þar með getum við sparað okkur umtalsverðan vaxtakostnað. Er það virkilega svo að þetta sé ekki öllum ljóst? Mjög líklegt má telja að í kjölfar 1. endurskoðunar muni lánsþörfin vera endurmetin og áætluð upp á nýtt. Það er hins vegar afar mikilvægt fyrir trúverðugleika efnahagsáætlunarinnar að sýna framá að Ísland hafi tryggt sér fullnægjandi fjármögnun næstu misserin og árin og þar gegna lánapakkar AGS og vinaþjóða miklu máli. Fjármögnun mögulegra útgjalda í erlendri myntÍ efnahagsáætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir að utanaðkomandi erlend fjármögnun sé nauðsynleg upp á 5 milljarða Bandaríkjadali, ca. 2 milljarða frá AGS og ca. 3 milljarða frá öðrum ríkjum. Þetta er til þess að hafa borð fyrir báru og lenda hvorki í sjóðsþurrð við endurskipulagningu lána ríkisins né of stórum sveiflum á gjaldeyrismarkaði. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að erlendir aðilar eiga hér fjáreignir, m.a. í jöklabréfum fyrir um nokkur hundruð milljarða króna, og á næsta og þar næsta ári liggur fyrir að greiða þarf um 200 milljarða vegna erlendra lána ríkissjóðs. Ríkissjóður þarf að geta sýnt framá að hægt verði að standa við þessar skuldbindingar með afgerandi hætti. Þau gjaldeyrishöft sem sett voru á fyrir árslok 2009 eru ill nauðsyn við núverandi aðstæður, m.a. vegna ofangreindra skuldbindinga við erlenda aðila og takmarkaðs gjaldeyrisvarasjóðs til að standa skil á þeim. Seðlabankinn hefur birt stefnu um slökun haftanna sem samþykkt var af ríkisstjórninni nú í sumar. Stefnt er að því að opna fyrir innflæði fjármagns á næstu mánuðum og lina svo höftin í áföngum án þess að gengisstöðugleika verði ógnað. Hér skiptir samstarfið við AGS sköpum. Seðlabanka Íslands opnast vonandi aðgangur að umsömdu láni frá sjóðnum auk lána frá Norðurlöndum og Póllandi sem þegar hefur verið samið um en eru háð endurskoðun sjóðsins á framgangi efnahagsáætlunarinnar. Færeyingar hafa hinsvegar þegar veitt okkur lán af höfðingsskap sínum án skilyrða. Gjaldeyrishöft og greiðslufall í stað erlendra lána?Áður en gjaldeyrishöftin verða afnumin, þarf að sýna fram á að ríkið hafi tiltækan gjaldeyri til að standast mögulegt útstreymi fjáreigna íslenskra og erlendra aðila, og að sá gjaldeyrir sé vel fjármagnaður. Því er það mat flestra, m.a. Seðlabanka og efnahags- og viðskiptaráðuneytis að afleiðing af frekari drætti á eflingu gjaldeyrisvarasjóðsins (með lánum frá AGS og vinaþjóðum eða með öðrum hætti) verði sú að gjaldeyrishöft verði ekki afnumin, lánshæfismat ríkisins falli m.a. með þeim afleiðingum að tilteknir fjárfestar verði að draga sig til baka frá Íslandi og fjármögnun orkufyrirtækja og sveitarfélaga verði torveldari. Þrýstingur mun þá aukast á frekara fall krónunnar sem aftur felur í sér hækkandi verðbólgu, meira atvinnuleysi og auknar skuldir atvinnulífs og heimila. Gjaldeyrislánin frá AGS og vinaþjóðum eru því forsenda þess að gjaldeyrishöftin verði afnumin án frekara hruns íslensku krónunnar auk þess sem möguleikum íslenska ríkisins til að standa við afborganir af lánum væri teflt í tvísýnu. Greiðslufall af hálfu ríkisins væri nýtt risavaxið áfall að glíma við. Hvorutveggja myndi hamla endurreisn atvinnulífs og heimila og festa kreppuna í sessi um ókomin ár. Höfundur er forsætisráðherra.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun