Fótbolti

Ekki verið skoruðu fleiri mörk í El Clásico í 48 ár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Barcelona fagna sigrinum á Real Madrid í gær.
Leikmenn Barcelona fagna sigrinum á Real Madrid í gær. Mynd/AFP

Það voru skoruð átta mörk í El Clásico milli Real Madrid og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni fótbolta þegar liðin mættust á Bernabéu í gær. Barcelona vann leikinn 6-2 og náði sjö stiga forskoti á toppnum.

Það hafa verið skoruð fleiri mörk í El Clásico í 48 ár eða síðan að Real Madrid vann 5-3 sigur á Barcelona á útivelli árið 1960.

Aðeins þrisvar sinnum hafa verið skoruð fleiri mörk í leikjum Real og Barcelona en metið er síðan 1935 þegar Real Madrid vann 8-2 sigur á Barcelona.

Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í í El Clásico í Madrid frá því að Real Madrid fór að leika heimaleiki sína á Bernabéu árið 1947.

Þetta var líka stærsta tap Real Madrid á heimavelli á móti erkifjendum sínum í Barcelona síðan að Barcelona vann 5-0 17. febrúar 1974.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×