KR í úrslit eftir maraþonleik aldarinnar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. mars 2009 19:00 Mynd/Vilhelm Það þurfti fjórar framlengingar til að fá sigurvegara í leik KR og Keflavíkur í kvöld. Maraþonleikur af bestu gerð og þvílíkur leikur. Vísir lýsti leiknum beint. Lýsingu má sjá að neðan. Tölfræði leiksins er hér. Framlenging 4: KR-Keflavík 129-124 Brynjar á línuna og skorar úr báðum. KR vinnur 129-124 og er komið í úrslit. Jakob klúðrar fyrra vítinu. Hugsanlega dýrt spaug það. Síðari sekkur hjá honum. Lokasókn Keflavíkur. Vilhjálmur með glórulaust skot. KR fær boltann og virðist vera að klára þennan leik. 127-124. Skref dæmd á KR. Keflavík tapar boltanum. Brotið á Jakob og hann á línuna. 126-124 og 18 sek eftir. Brotið á Rosa og Jason fer af velli með fimm villur. Margir búnir að fylla kvótann í þessum maraþonleik. Rosa klikkar loksins á línunni. Síðara þó niður. 126-124. Jason klikkar í upplögðu færi. Hörður líka hinum megin. Jakob með glæsikörfu. 126-123 og 1 mín eftir. Jakob skorar fyrir KR og Þröstur Leó klikkar. 124-123 og 2 mín eftir. Brotið á Jason. Hann hefur verið slakur á línunni í kvöld og klikkar á báðum. Dýrmæt vítaskot farið í súginn hjá honum. Rosa skorar og fær vítaskot. Hann skorar úr vítinu. 122-123. 50 stig hjá honum. Jason kominn með 30 stig. Darri Hilmarsson brýtur á Rosa. Hann skorar úr báðum skotunum. 122-120. 3 mín eftir. KR stelur boltanum og Siggi Ingimundar tryllist. Jason að stíga upp og skorar aftur. Vilhjálmur Steinarsson klikkar hjá Keflavík. Jason skorar á ný og leikhlé. 122-118 og 3:25 mín eftir af þessari framlengingu. Hörður Axel skorar fyrstu körfuna. Reynir á úthald og taugar manna sem aldrei fyrr í þessum lygilega leik. Jason jafnar. 118-118. Framlenging 3: KR-Keflavík 116-116 Jason skorar úr öðru og jafnar. Keflavík með lokasóknina. Rosa með skot sem er langt framhjá. Leikurinn endalausi heldur áfram. Framlenging númer 4 framundan. Hvar endar þetta eiginlega? Jakob fær villu hinum megin. Hann skorar úr aðeins öðru skotinu. Hörður Axel klikkar. Jason fær villu. 115-116 og 23 sek eftir. Rosa fiskar villu á Baldur Ólafsson. Hann fer á línuna og skorar úr báðum skotunum. 114-116. Rosa treður með látum. 43 stig kominn. Beyglaði körfuna í leiðinni en hún er ekki brotin sem betur fer. Baldur klikkar fyrir KR. 114-114 og 1.16 eftir. Gunnar Stefánsson með laglega körfu og jafnar. Jason kemur KR aftur yfir. 114-112 og 2 mín eftir. Skref dæmd á Sigurð stóra frá Ísafirði. Þriggja stiga skot frá Jason varið. Jakob stelur boltanum, Jason skorar og KR stelur aftur boltanum. 112-110 og 2.30 eftir. Sóknarvilla dæmd á Jón Arnór og hann lýkur keppni. Menn missáttir við þennan dóm. Björgvin Rúnarsson þorði ekki að dæma en Sigmundur Herbertsson sá um það. Hitinn og spennan í húsinu er ólýsanleg. Þvílíkur leikur. Jason skorar fyrstu stigin í þriðju framlengingunni. Sigurður jafnar. Framlenging 2: KR-Keflavík 108-108 Jón Arnór Stefánsson jafnar með fáranlega flottri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rennur út. 27 stig hjá honum. Þriðja framlenging að hefjast. Við verðum hér í alla nótt. Jakob klikkar. Gunnar Stefánsson með ótrúlegan þrist um leið og skotklukkan rann út. 105-108 og 6 sek eftir. KR tekur leikhlé. Rosa skorar aftur. 41 stig hjá honum. Getur hann þetta einn? Keflavík vinnur boltann. Hörður Axel nælir í villu. Fær tvö skot. Skorar úr báðum. 105-105 og 50 sek eftir. Fannar fær sína fimmtu villu. Honum er klappað lof í lófa. Rosa með flotta körfu. Virðist vera sá eini hjá Keflavík sem getur skorað. 105-101 og tæpar 2 mín eftir. Jason með mikilvæg tvö stig, 105-99 og leikhlé. Sigurður stóri klikkar. Jón Arnór með aðra glæsikörfu, nóg bensín hjá honum. Sigurður treður. 103-99. 3 mín eftir. Helgi Már skorar fyrstu körfuna og kemur KR yfir. Keflavík missir boltann. Menn orðnir þreyttir. Jón Arnór með glæsikörfu, 101-97. Framlenging 1: KR-Keflavík 97-97 Jakob kemur KR yfir þegar 12 sek eru eftir. Sigurður jafnar þegar 11 sekúndubrot eru eftir. ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!! Það þarf að framlengja aftur. 97-97. Jakob setur niður tvö víti. Rosa klikkar á þriggja stiga skoti. Sigurður ver skot frá Jason. Flottur leikur hjá honum. Jón Arnór jafnar, 95-95 og 30 sek eftir. Rosa er kominn með 37 stig. Þvílíkur leikur hjá honum. Þröstur með laglega körfu. 91-95. Jakob klúðrar þriggja stiga skoti og Fannar fær síðan sína fjórðu villu. Jason fær ódýra villu, hans fjórða líka. Rosa setur þrist undir pressu. Rosalegt. Jón Arnór klikkar. 91-93 og 2.25 eftir. Helgi skorar úr einu vítaskoti. Jakob nælir svo í ruðning á Jón Nordal sem er kominn með fjórar villur. 91-90. Áhorfendur standa margir sökum spennu. Fannar skorar fyrstu körfuna í framlengingunni. Jón klúðrar hinum megin. Rosa stelur boltanum og Sigurður jafnar. 90-90 og 3.30 eftir. 4. leikhluti: KR-Keflavík 88-88. KR tók leikhlé. Helgi Már tók skotið sem dansaði á hringnum en vildi ekki ofan í. Það er framlengt í DHL-höllinni og áhorfendur kófsveittir. Keflavík með lokasóknina. Klikka en Rosa með frákast og skorar þegar rúm sekúnda er eftir. 88-88. Keflavík að hitta illa en KR tapar boltanum. Menn að kikna undan pressunni þessa stundina. Jón með loftbolta sem og Gunnar Stefánsson. 88-86 og 40 sek eftir. Vítaskotið klikkaði hjá Jóni. Hann fiskar síðan villu á Hörð Axel. Fjórða villan hans. Jón setur niður bæði skotin. 88-86. Rosaleg spenna. 1:40 mín eftir. Jón Arnór skorar, jafnar 86-86, og fær víti að auki. Keflavík tekur leikhlé. 2:21 mín eftir. Jason setur niður mikilvægan þrist fyrir KR og Fannar nælir svo í ruðning á Jesse. KR þarf meira af þessu enda að renna út á tíma í þessum leik. Jón Arnór missir boltann en fær hann gefins til baka. Stundum er gott að vera stjarna. Fannar skorar og leikur á ný. 84-86 og 2:30 eftir. Jason arfaslakur á vítalínunni fyrir KR og Rosa treður með tilþrifum. Jón Nordal fær sína fjórðu villu og kominn með 22 stig. KR tekur leikhlé, 79-86 og rétt rúmar 4 mínútur eftir. Stuðningsmaður KR setur niður Borgarskotið með glæsibrag. Fali Harðarsyni brást aftur á móti bogalistin. Sverrir fær klaufalega villu og lýkur keppni. Dýrt spaug hjá Keflavík. Hann fær líka sumarfríssönginn frá Miðjunni. KR-ingar vilja ásetning á Hörð Axel, fá ekki. 78-82 og tæpar 5 mín eftir. Sverrir Þór kominn með fjórar villur. KR fær á sig tæknivíti, dýrt. Jason kveikir svo í mannskapnum með tröllatroðslu. KR stelur bolta og allt að verða vitlaust í húsinu. Þvílíkur leikur sem þetta er að verða. 78-80. KR er búið að bjóða upp á dansatriði og magadans í hléum. Þetta er fyrir allan seðilinn í Frostaskjólinu. Mikill barningur og barátta í upphafi síðasta leikhlutans. Keflavík skrefi á undan, 76-78. Jón Arnór kominn inn á. 3. leikhluti: KR-Keflavík 72-74 Keflvíkingar lömdu frá sér eftir að hafa lent undir og leiða enn. Rosa með stórleik og kominn með 26 stig. Jón Nordal með 16. Jakob stigahæstur hjá KR með 21 stig. Jón Arnór með 14 og utan vallar. Þetta verður spenna allt til enda. Fer Keflavík í sumarfrí eða fáum við fleiri leiki? Gunnar Einarsson fær sína fimmtu villu og lýkur keppni í kvöld. Stuðningsmenn KR syngja "sumarfrí" honum til heiðurs. Fannar fær sína þriðju villu og er frekar ósáttur. Slök hittni þessa stundina. Enn 66-68. 2 mín eftir af leikhlutanum. Karfa Jasons vekur Keflvíkinga aðeins til meðvitundar. Meiri hiti að færast í leikinn sem og í stúkuna. Mikil barátta undir körfunni og þetta er orðinn alvöru leikur. 66-68. Jón Arnór fær sína fjórðu villu þegar tæpar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Hann kemur ekki við sögu aftur nærri strax. Gunnar Einarsson líka kominn með fjórar villur. Jason kemur KR yfir takk fyrir. 66-65. KR-ingar að taka við sér á báðum endum vallarins. Sóknin líka mun skilvirkari en í fyrri hálfleik. Jakob að spila vel og kominn með 17 stig. Sigurður stóri Þorsteinsson kominn með þrjár villur. Það er komin spenna í þennan leik. 64-65. Keflavík tók leikhlé í stöðunni 54-58. Jón Arnór fær í kjölfarið sína þriðju villu og er ósáttur. Rosa setur niður þrjú vítaskot. 54-61. KR að byrja síðari hálfleik með látum og áhorfendur taka við sér. Vörnin virðist vera að detta inn hjá KR. Ekki veitir af og ekki gat hún versnað frá fyrri hálfleik. 54-58. Jakob opnar seinni hálfleik með þrist. Ræðan hjá þjálfara KR í hálfleik hefur örugglega verið hávær. Það er mjög vel mætt í kvöld. Full stúka og pallar fyrir aftan körfur ágætlega nýttar. Jason skorar og fær víti. Hann á mikið inni í síðari hálfleik. 52-58. Hálfleikur: KR-Keflavík 46-58 Keflvíkingar með góða stöðu í leikhléi og tólf stiga forskot. Þeir hafa spilað af yfirvegun og skynsemi. Varnarleikur KR hefur verið skelfilegur eins og sjá má á hálfleikstölunni. Sóknarleikurinn í litlu flæði og eitthvað stemningsleysi yfir heimamönnum. Gunnar og Sverrir báðir með þrjár villur hjá Keflavík. Jason og Skarphéðinn með þrjár villur hjá KR. Stigaskor í leikhléi: KR: Jón Arnór Stefánsson 12, Jakob Örn Sigurðarson 10, Fannar Ólafsson 9, Helgi Már Magnússon 6, Jason Dourisseau 5, Darri Hilmarsson 2, Baldur Ólafsson 2. Keflavík: Jesse Rosa 18, Jón Nordal Hafsteinsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11, Sigurður Þorsteinsson 9, Gunnar Einarsson 5, Gunnar Stefánsson 3. Sverrir Þór kominn með þrjár villur. Helgi Már setur niður þrist. 42-52. Jón Nordal fær fría flugferð frá Fannari í gegnum auglýsingaskilti frá Pennanum. Huggar sig við að hafa skorað tvö stig og að ásetningsvilla var dæmd á Fannar. 35-49. Tíu stig í röð hjá Keflavík og staðan 31-46. KR-ingar dottnir í ruglið, fá á sig tæknivillur en Keflavík heldur ró sinni. Jón Arnór var frekar fljótur að kólna aftur og er ekki að hitta vel þessa stundina. Jesse og Jón Nordal öflugir sem fyrr. Vantar svolítinn kraft og flæði í sóknarleik KR. Keflvíkingar skynsamir og fara sér í engu óðslega. 31-40. Hörður Axel að finna sig vel og kominn með 10 stig. Keflavík heldur KR í smá fjarlægð. 31-36. Fannar Ólafsson að stíga upp hjá KR gegn sínum gömlu félögum. Kominn með 7 stig. Sigurður er sterkur undir körfunni hjá Keflavík, skorar og tekur fráköst. 27-33. Helgi Magnússon fylgir á eftir Jóni og setur líka niður þrist. Jón setur þá niður annan og er að sjóðhitna. Hörður Axel sýnir að Keflavík kann líka að skjóta með því að setja líka niður þrist. 24-31. Jón Arnór hefur farið mikinn gegn Keflavík í vetur og vann síðasta leik nánast upp á eigin spýtur. Aðeins að kvikna á honum og fyrsti þristurinn hans í kvöld kominn niður. Jesse öflugur hjá Keflavík og kominn með 9 stig. Staðan 18-26. 1. leikhluti: KR-Keflavík 15-22 Keflavík byrjar mun betur en þó ekkert sérstakir. KR-ingar alveg andlausir og ekki spilað svona illa síðan í bikarúrslitaleiknum. Jakob Örn með 5 stig fyrir KR og Fannar Ólafsson 4. Jesse Rosa með 7 stig fyrir Keflavík og Jón Nordal 6. Munurinn fór mest í 11 stig, 9-20. Sigurður Þorsteinsson reyndi að fá ruðning á Jón Arnór, gekk ekki en hann féll til jarðar þar sem hann kveinkaði sér í baki. Stendur þó á fætur. Staðan 11-20. Keflvíkingar fljótir að svara fyrir sig og koma muninum í níu stig, 9-18. Jakob setur niður þrist og minnkar muninn í þrjú stig, 9-12. KR aðeins að vakna til lífsins. KR-ingar eru að byrja þennan leik skelfilega og Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur leikhlé þegar 5 mín eru eftir af leikhlutanum. Staðan 4-12 fyrir Keflavík og KR-ingar ekki mættir til leiks. Miðjan byrjar að "kynda" Jesse Rosa hjá Keflavík sem heilsar Miðjumönnum og brosir er þeir syngja "overrated". Það heyrist varla múkk í stuðningsmönnum Keflavíkur. Þeir hafa greinilega ekki fjölmennt í húsið og virðast hafa gefist upp á sínu liði. Leikmenn ekki að hitta vel. 4-7 fyrir Keflavík. Stuðningsmannahópur KR, Miðjan, fer mikinn í húsinu. Biður Keflavík um að koma með fleiri Kana og annað álíka hressandi. Gunnar Einarsson kemur af bekknum þegar 6.35 mín eru eftir af leikhlutanum. 2-4. Jón Nordal skorar fyrstu körfu kvöldsins fyrir Keflavík. Jón Arnór fær fyrstu villu kvöldsins. Það var sóknarvilla. Greinilega mikil spenna í leikmönnum og leikurinn rúllar rólega af stað. 2-2. Það er annars mikil hamingja á meðal blaðamanna. KR-ingar eru sem fyrr höfðingjar heim að sækja og var blaðamönnum boðið upp á grillaða hamborgara. Undirritaður er reyndar í átaki en lét sig hafa það þar sem hann missti af kvöldmat. Borgarinn fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Steinlá. Gunnar Einarsson virðist hafa komist óskaddaður í gegnum upphitun því hann er á skýrslu eftir allt saman. Keflvíkingar vonast að sjálfsögðu til þess að hann nái að spila leikinn af fullum krafti. Það er óvissa með þáttöku Keflvíkingsins Gunnars Einarssonar í leiknum. Hann tognaði í síðasta leik og spilaði fáar mínútur. Hann hefur verið að hita upp með Keflavíkurliðinu en Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki skrifa nafn hans á skýrsluna þegar tæpur hálftími var í leik. Vildi fyrst sjá hvernig hann kæmi undan upphitun. Það væri mikið áfall fyrir Keflavík ef Gunnar getur ekki spilað. Það er mikil stemning í DHL-höllinni. Áhorfendur mættir mjög tímanlega enda byrjuðu KR-ingar að grilla klukkan fimm í dag. Þegar dyrnar voru opnaðar um klukkutíma fyrir leik streymdi fólk inn og flest bestu sætin tekin löngu fyrir leik. Það má búast við miklum látum og átökum innan vallar sem utan í kvöld enda löngum andað köldu á milli félaganna. Páll Sævar Guðjónsson, oft kallaður Röddin, sér um að keyra upp stemninguna fyrir leik með vel valinni tónlist. Hún er að sjálfsögðu spiluð allt of hátt eins og í langflestum íþróttahúsum landsins. Hver byrjaði eiginlega á þessu rugli og af hverju dettur aldrei neinum í hug að lækka? Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Það þurfti fjórar framlengingar til að fá sigurvegara í leik KR og Keflavíkur í kvöld. Maraþonleikur af bestu gerð og þvílíkur leikur. Vísir lýsti leiknum beint. Lýsingu má sjá að neðan. Tölfræði leiksins er hér. Framlenging 4: KR-Keflavík 129-124 Brynjar á línuna og skorar úr báðum. KR vinnur 129-124 og er komið í úrslit. Jakob klúðrar fyrra vítinu. Hugsanlega dýrt spaug það. Síðari sekkur hjá honum. Lokasókn Keflavíkur. Vilhjálmur með glórulaust skot. KR fær boltann og virðist vera að klára þennan leik. 127-124. Skref dæmd á KR. Keflavík tapar boltanum. Brotið á Jakob og hann á línuna. 126-124 og 18 sek eftir. Brotið á Rosa og Jason fer af velli með fimm villur. Margir búnir að fylla kvótann í þessum maraþonleik. Rosa klikkar loksins á línunni. Síðara þó niður. 126-124. Jason klikkar í upplögðu færi. Hörður líka hinum megin. Jakob með glæsikörfu. 126-123 og 1 mín eftir. Jakob skorar fyrir KR og Þröstur Leó klikkar. 124-123 og 2 mín eftir. Brotið á Jason. Hann hefur verið slakur á línunni í kvöld og klikkar á báðum. Dýrmæt vítaskot farið í súginn hjá honum. Rosa skorar og fær vítaskot. Hann skorar úr vítinu. 122-123. 50 stig hjá honum. Jason kominn með 30 stig. Darri Hilmarsson brýtur á Rosa. Hann skorar úr báðum skotunum. 122-120. 3 mín eftir. KR stelur boltanum og Siggi Ingimundar tryllist. Jason að stíga upp og skorar aftur. Vilhjálmur Steinarsson klikkar hjá Keflavík. Jason skorar á ný og leikhlé. 122-118 og 3:25 mín eftir af þessari framlengingu. Hörður Axel skorar fyrstu körfuna. Reynir á úthald og taugar manna sem aldrei fyrr í þessum lygilega leik. Jason jafnar. 118-118. Framlenging 3: KR-Keflavík 116-116 Jason skorar úr öðru og jafnar. Keflavík með lokasóknina. Rosa með skot sem er langt framhjá. Leikurinn endalausi heldur áfram. Framlenging númer 4 framundan. Hvar endar þetta eiginlega? Jakob fær villu hinum megin. Hann skorar úr aðeins öðru skotinu. Hörður Axel klikkar. Jason fær villu. 115-116 og 23 sek eftir. Rosa fiskar villu á Baldur Ólafsson. Hann fer á línuna og skorar úr báðum skotunum. 114-116. Rosa treður með látum. 43 stig kominn. Beyglaði körfuna í leiðinni en hún er ekki brotin sem betur fer. Baldur klikkar fyrir KR. 114-114 og 1.16 eftir. Gunnar Stefánsson með laglega körfu og jafnar. Jason kemur KR aftur yfir. 114-112 og 2 mín eftir. Skref dæmd á Sigurð stóra frá Ísafirði. Þriggja stiga skot frá Jason varið. Jakob stelur boltanum, Jason skorar og KR stelur aftur boltanum. 112-110 og 2.30 eftir. Sóknarvilla dæmd á Jón Arnór og hann lýkur keppni. Menn missáttir við þennan dóm. Björgvin Rúnarsson þorði ekki að dæma en Sigmundur Herbertsson sá um það. Hitinn og spennan í húsinu er ólýsanleg. Þvílíkur leikur. Jason skorar fyrstu stigin í þriðju framlengingunni. Sigurður jafnar. Framlenging 2: KR-Keflavík 108-108 Jón Arnór Stefánsson jafnar með fáranlega flottri þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rennur út. 27 stig hjá honum. Þriðja framlenging að hefjast. Við verðum hér í alla nótt. Jakob klikkar. Gunnar Stefánsson með ótrúlegan þrist um leið og skotklukkan rann út. 105-108 og 6 sek eftir. KR tekur leikhlé. Rosa skorar aftur. 41 stig hjá honum. Getur hann þetta einn? Keflavík vinnur boltann. Hörður Axel nælir í villu. Fær tvö skot. Skorar úr báðum. 105-105 og 50 sek eftir. Fannar fær sína fimmtu villu. Honum er klappað lof í lófa. Rosa með flotta körfu. Virðist vera sá eini hjá Keflavík sem getur skorað. 105-101 og tæpar 2 mín eftir. Jason með mikilvæg tvö stig, 105-99 og leikhlé. Sigurður stóri klikkar. Jón Arnór með aðra glæsikörfu, nóg bensín hjá honum. Sigurður treður. 103-99. 3 mín eftir. Helgi Már skorar fyrstu körfuna og kemur KR yfir. Keflavík missir boltann. Menn orðnir þreyttir. Jón Arnór með glæsikörfu, 101-97. Framlenging 1: KR-Keflavík 97-97 Jakob kemur KR yfir þegar 12 sek eru eftir. Sigurður jafnar þegar 11 sekúndubrot eru eftir. ÞVÍLÍKUR LEIKUR!!! Það þarf að framlengja aftur. 97-97. Jakob setur niður tvö víti. Rosa klikkar á þriggja stiga skoti. Sigurður ver skot frá Jason. Flottur leikur hjá honum. Jón Arnór jafnar, 95-95 og 30 sek eftir. Rosa er kominn með 37 stig. Þvílíkur leikur hjá honum. Þröstur með laglega körfu. 91-95. Jakob klúðrar þriggja stiga skoti og Fannar fær síðan sína fjórðu villu. Jason fær ódýra villu, hans fjórða líka. Rosa setur þrist undir pressu. Rosalegt. Jón Arnór klikkar. 91-93 og 2.25 eftir. Helgi skorar úr einu vítaskoti. Jakob nælir svo í ruðning á Jón Nordal sem er kominn með fjórar villur. 91-90. Áhorfendur standa margir sökum spennu. Fannar skorar fyrstu körfuna í framlengingunni. Jón klúðrar hinum megin. Rosa stelur boltanum og Sigurður jafnar. 90-90 og 3.30 eftir. 4. leikhluti: KR-Keflavík 88-88. KR tók leikhlé. Helgi Már tók skotið sem dansaði á hringnum en vildi ekki ofan í. Það er framlengt í DHL-höllinni og áhorfendur kófsveittir. Keflavík með lokasóknina. Klikka en Rosa með frákast og skorar þegar rúm sekúnda er eftir. 88-88. Keflavík að hitta illa en KR tapar boltanum. Menn að kikna undan pressunni þessa stundina. Jón með loftbolta sem og Gunnar Stefánsson. 88-86 og 40 sek eftir. Vítaskotið klikkaði hjá Jóni. Hann fiskar síðan villu á Hörð Axel. Fjórða villan hans. Jón setur niður bæði skotin. 88-86. Rosaleg spenna. 1:40 mín eftir. Jón Arnór skorar, jafnar 86-86, og fær víti að auki. Keflavík tekur leikhlé. 2:21 mín eftir. Jason setur niður mikilvægan þrist fyrir KR og Fannar nælir svo í ruðning á Jesse. KR þarf meira af þessu enda að renna út á tíma í þessum leik. Jón Arnór missir boltann en fær hann gefins til baka. Stundum er gott að vera stjarna. Fannar skorar og leikur á ný. 84-86 og 2:30 eftir. Jason arfaslakur á vítalínunni fyrir KR og Rosa treður með tilþrifum. Jón Nordal fær sína fjórðu villu og kominn með 22 stig. KR tekur leikhlé, 79-86 og rétt rúmar 4 mínútur eftir. Stuðningsmaður KR setur niður Borgarskotið með glæsibrag. Fali Harðarsyni brást aftur á móti bogalistin. Sverrir fær klaufalega villu og lýkur keppni. Dýrt spaug hjá Keflavík. Hann fær líka sumarfríssönginn frá Miðjunni. KR-ingar vilja ásetning á Hörð Axel, fá ekki. 78-82 og tæpar 5 mín eftir. Sverrir Þór kominn með fjórar villur. KR fær á sig tæknivíti, dýrt. Jason kveikir svo í mannskapnum með tröllatroðslu. KR stelur bolta og allt að verða vitlaust í húsinu. Þvílíkur leikur sem þetta er að verða. 78-80. KR er búið að bjóða upp á dansatriði og magadans í hléum. Þetta er fyrir allan seðilinn í Frostaskjólinu. Mikill barningur og barátta í upphafi síðasta leikhlutans. Keflavík skrefi á undan, 76-78. Jón Arnór kominn inn á. 3. leikhluti: KR-Keflavík 72-74 Keflvíkingar lömdu frá sér eftir að hafa lent undir og leiða enn. Rosa með stórleik og kominn með 26 stig. Jón Nordal með 16. Jakob stigahæstur hjá KR með 21 stig. Jón Arnór með 14 og utan vallar. Þetta verður spenna allt til enda. Fer Keflavík í sumarfrí eða fáum við fleiri leiki? Gunnar Einarsson fær sína fimmtu villu og lýkur keppni í kvöld. Stuðningsmenn KR syngja "sumarfrí" honum til heiðurs. Fannar fær sína þriðju villu og er frekar ósáttur. Slök hittni þessa stundina. Enn 66-68. 2 mín eftir af leikhlutanum. Karfa Jasons vekur Keflvíkinga aðeins til meðvitundar. Meiri hiti að færast í leikinn sem og í stúkuna. Mikil barátta undir körfunni og þetta er orðinn alvöru leikur. 66-68. Jón Arnór fær sína fjórðu villu þegar tæpar fimm mínútur eru eftir af þriðja leikhluta. Hann kemur ekki við sögu aftur nærri strax. Gunnar Einarsson líka kominn með fjórar villur. Jason kemur KR yfir takk fyrir. 66-65. KR-ingar að taka við sér á báðum endum vallarins. Sóknin líka mun skilvirkari en í fyrri hálfleik. Jakob að spila vel og kominn með 17 stig. Sigurður stóri Þorsteinsson kominn með þrjár villur. Það er komin spenna í þennan leik. 64-65. Keflavík tók leikhlé í stöðunni 54-58. Jón Arnór fær í kjölfarið sína þriðju villu og er ósáttur. Rosa setur niður þrjú vítaskot. 54-61. KR að byrja síðari hálfleik með látum og áhorfendur taka við sér. Vörnin virðist vera að detta inn hjá KR. Ekki veitir af og ekki gat hún versnað frá fyrri hálfleik. 54-58. Jakob opnar seinni hálfleik með þrist. Ræðan hjá þjálfara KR í hálfleik hefur örugglega verið hávær. Það er mjög vel mætt í kvöld. Full stúka og pallar fyrir aftan körfur ágætlega nýttar. Jason skorar og fær víti. Hann á mikið inni í síðari hálfleik. 52-58. Hálfleikur: KR-Keflavík 46-58 Keflvíkingar með góða stöðu í leikhléi og tólf stiga forskot. Þeir hafa spilað af yfirvegun og skynsemi. Varnarleikur KR hefur verið skelfilegur eins og sjá má á hálfleikstölunni. Sóknarleikurinn í litlu flæði og eitthvað stemningsleysi yfir heimamönnum. Gunnar og Sverrir báðir með þrjár villur hjá Keflavík. Jason og Skarphéðinn með þrjár villur hjá KR. Stigaskor í leikhléi: KR: Jón Arnór Stefánsson 12, Jakob Örn Sigurðarson 10, Fannar Ólafsson 9, Helgi Már Magnússon 6, Jason Dourisseau 5, Darri Hilmarsson 2, Baldur Ólafsson 2. Keflavík: Jesse Rosa 18, Jón Nordal Hafsteinsson 12, Hörður Axel Vilhjálmsson 11, Sigurður Þorsteinsson 9, Gunnar Einarsson 5, Gunnar Stefánsson 3. Sverrir Þór kominn með þrjár villur. Helgi Már setur niður þrist. 42-52. Jón Nordal fær fría flugferð frá Fannari í gegnum auglýsingaskilti frá Pennanum. Huggar sig við að hafa skorað tvö stig og að ásetningsvilla var dæmd á Fannar. 35-49. Tíu stig í röð hjá Keflavík og staðan 31-46. KR-ingar dottnir í ruglið, fá á sig tæknivillur en Keflavík heldur ró sinni. Jón Arnór var frekar fljótur að kólna aftur og er ekki að hitta vel þessa stundina. Jesse og Jón Nordal öflugir sem fyrr. Vantar svolítinn kraft og flæði í sóknarleik KR. Keflvíkingar skynsamir og fara sér í engu óðslega. 31-40. Hörður Axel að finna sig vel og kominn með 10 stig. Keflavík heldur KR í smá fjarlægð. 31-36. Fannar Ólafsson að stíga upp hjá KR gegn sínum gömlu félögum. Kominn með 7 stig. Sigurður er sterkur undir körfunni hjá Keflavík, skorar og tekur fráköst. 27-33. Helgi Magnússon fylgir á eftir Jóni og setur líka niður þrist. Jón setur þá niður annan og er að sjóðhitna. Hörður Axel sýnir að Keflavík kann líka að skjóta með því að setja líka niður þrist. 24-31. Jón Arnór hefur farið mikinn gegn Keflavík í vetur og vann síðasta leik nánast upp á eigin spýtur. Aðeins að kvikna á honum og fyrsti þristurinn hans í kvöld kominn niður. Jesse öflugur hjá Keflavík og kominn með 9 stig. Staðan 18-26. 1. leikhluti: KR-Keflavík 15-22 Keflavík byrjar mun betur en þó ekkert sérstakir. KR-ingar alveg andlausir og ekki spilað svona illa síðan í bikarúrslitaleiknum. Jakob Örn með 5 stig fyrir KR og Fannar Ólafsson 4. Jesse Rosa með 7 stig fyrir Keflavík og Jón Nordal 6. Munurinn fór mest í 11 stig, 9-20. Sigurður Þorsteinsson reyndi að fá ruðning á Jón Arnór, gekk ekki en hann féll til jarðar þar sem hann kveinkaði sér í baki. Stendur þó á fætur. Staðan 11-20. Keflvíkingar fljótir að svara fyrir sig og koma muninum í níu stig, 9-18. Jakob setur niður þrist og minnkar muninn í þrjú stig, 9-12. KR aðeins að vakna til lífsins. KR-ingar eru að byrja þennan leik skelfilega og Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR, tekur leikhlé þegar 5 mín eru eftir af leikhlutanum. Staðan 4-12 fyrir Keflavík og KR-ingar ekki mættir til leiks. Miðjan byrjar að "kynda" Jesse Rosa hjá Keflavík sem heilsar Miðjumönnum og brosir er þeir syngja "overrated". Það heyrist varla múkk í stuðningsmönnum Keflavíkur. Þeir hafa greinilega ekki fjölmennt í húsið og virðast hafa gefist upp á sínu liði. Leikmenn ekki að hitta vel. 4-7 fyrir Keflavík. Stuðningsmannahópur KR, Miðjan, fer mikinn í húsinu. Biður Keflavík um að koma með fleiri Kana og annað álíka hressandi. Gunnar Einarsson kemur af bekknum þegar 6.35 mín eru eftir af leikhlutanum. 2-4. Jón Nordal skorar fyrstu körfu kvöldsins fyrir Keflavík. Jón Arnór fær fyrstu villu kvöldsins. Það var sóknarvilla. Greinilega mikil spenna í leikmönnum og leikurinn rúllar rólega af stað. 2-2. Það er annars mikil hamingja á meðal blaðamanna. KR-ingar eru sem fyrr höfðingjar heim að sækja og var blaðamönnum boðið upp á grillaða hamborgara. Undirritaður er reyndar í átaki en lét sig hafa það þar sem hann missti af kvöldmat. Borgarinn fær fjórar stjörnur af fimm mögulegum. Steinlá. Gunnar Einarsson virðist hafa komist óskaddaður í gegnum upphitun því hann er á skýrslu eftir allt saman. Keflvíkingar vonast að sjálfsögðu til þess að hann nái að spila leikinn af fullum krafti. Það er óvissa með þáttöku Keflvíkingsins Gunnars Einarssonar í leiknum. Hann tognaði í síðasta leik og spilaði fáar mínútur. Hann hefur verið að hita upp með Keflavíkurliðinu en Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, vildi ekki skrifa nafn hans á skýrsluna þegar tæpur hálftími var í leik. Vildi fyrst sjá hvernig hann kæmi undan upphitun. Það væri mikið áfall fyrir Keflavík ef Gunnar getur ekki spilað. Það er mikil stemning í DHL-höllinni. Áhorfendur mættir mjög tímanlega enda byrjuðu KR-ingar að grilla klukkan fimm í dag. Þegar dyrnar voru opnaðar um klukkutíma fyrir leik streymdi fólk inn og flest bestu sætin tekin löngu fyrir leik. Það má búast við miklum látum og átökum innan vallar sem utan í kvöld enda löngum andað köldu á milli félaganna. Páll Sævar Guðjónsson, oft kallaður Röddin, sér um að keyra upp stemninguna fyrir leik með vel valinni tónlist. Hún er að sjálfsögðu spiluð allt of hátt eins og í langflestum íþróttahúsum landsins. Hver byrjaði eiginlega á þessu rugli og af hverju dettur aldrei neinum í hug að lækka?
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum