Körfubolti

Sonur Jordan er búinn að velja sér háskóla

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael og Marcus Jordan í nóvember 1993.
Michael og Marcus Jordan í nóvember 1993. Mynd/AFP

Yngsti sonur Michael Jordan hefur ákveðið að spila háskólaferill sinn hjá Central Florida en ekki hjá Norður-Karólínu skólann þar sem faðir hans gerði garðinn frægan á sínum tíma. Þar með hefur hvorugur sonur Michael Jordan valið UNC en Jeff Jordan spilar með University of Illinois.

Marcus Jordan er fæddur á aðfangadag 1990 og er 191 sm skotbakvörður. Hann skoraði 19 stig þegar Whitney Young High skólinn tryggði sér fylkismeistaratitilinn í llinois á dögunum með því að vinna Waukegan 69-66 í úrslitaleik. Marcus lék áður með bróður sínum Jeff hjá Loyola Academy Ramblers en skipti um skóla fyrir lokaárið sitt.

Tyrone Slaughter, þjálfari Marcus, sagði að hann hefði tekið ákvörðunina þar sem að honum litist vel á allar aðstæður á Flórída en eins ætti hann möguleika á að spila mikið með liðinu. Það hjálpaði líka til að A.J. Rompza, fyrrum liðsfélagi hans og góður vinur, spilar með skólanum.

Það var vitað um áhuga frá skólum eins og Toledo, Iowa og Davidson en Central Florida lagði víst áherslu að þeir væru vildu fá Marcus fyrir það sem hann stendur fyrir en ekki af því að hann er sonur Michael Jordan.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×