Körfubolti

O´Neal í fimmta sætið á stigalistanum

O´Neal væri líklega hærra á stigalistanum ef hann væri betri vítaskytta
O´Neal væri líklega hærra á stigalistanum ef hann væri betri vítaskytta Nordic Photos/Getty Images

Miðherjinn tröllvaxni Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns í NBA deildinni komst í nótt í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn í sögu deildarinnar þegar hann skoraði 13 stig í sigri liðsins á Washington í gærkvöldi.

O´Neal komst upp fyrir miðherjann Moses Malone á listanum og hefur nú skorað 27,411 stig á ferlinum.

"Það er fínt að vera kominn í fimmta sætið en ég er um leið vonsvikinn," sagði O´Neal eftir leikinn.

"Ég er búinn að missa úr samtals þrjú heil tímabil vegna meiðsla og svo er ég búinn að klikka á 5,000 vítum, svo ég ætti eiginlega að vera í öðru eða þriðja sæti listans," sagði O´Neal.

Það mun taka O´Neal góðan tíma að komast upp fyrir næsta mann á listanum sem er goðsögnin Wilt Chamberlain. O´Neal vantar rúm 4,000 stig í að jafna hann.

Stigahæstu leikmenn allra tíma í NBA:

1. Kareem Abdul-Jabbar 38,387 stig

2. Karl Malone 36,928

3. Michael Jordan 32,292

4. Wilt Chamberlain 31,419

5. Shaquille O'Neal 27,411

6. Moses Malone 27,409





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×