Hrunflokkastjórn 7. október 2009 06:00 Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Allt útlit er fyrir að einungis þrír flokkar séu starfhæfir á Alþingi þessa dagana: Framsókn, Samfylking og Sjálfstæðisflokkur. Hinir tveir flokkarnir eru í svo bágbornu ástandi að þeir geta varla stýrt sér sjálfum. Borgarahreyfingin missti þingmann frá borði strax í sumar. Skömmu síðar sagði þingflokkur hreyfingarinnar skilið við megnið af baklandinu og hélt sína leið undir nýju nafni. Vinstrihreyfingin - grænt framboð er klofin í herðar niður og bíður nú komu Steingríms formanns, sem væntanlegur er til landsins í dag. Máttur hans má vera mikill til að honum lukkist að binda hópinn svo saman að það dugi lengur en að næstu dagblaðafyrirsögn eða beinu sjónvarpsútsendingu. Vandamál VG er augljóst óþol í hluta þingflokksins og grasrótarinnar fyrir því að vera orðinn valdaflokkur og hluti af kerfinu. Þetta er auðvitað grátleg staða fyrir þann hluta VG sem vill leggja sitt af mörkum við stjórn landsins. Þar fer fremstur í flokki Steingrímur J. Sigfússon. Frammistaða hans í ríkisstjórn hefur fest hann í sessi sem yfirburða forystumann í íslensku stjórnmálalífi. Maður þarf ekki að vera samstiga honum í pólitík til að komast að þeirri niðurstöðu. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að þá pattstöðu, sem er komin upp á pólitíska sviðinu, má að drjúgum hluta rekja til mistaka Steingríms á fyrstu dögum hans í fjármálaráðuneytinu. Í stað þess að fá fulltrúa allra stjórnmálaflokka til liðs við samninganefndina um Icesave, kaus hann að gera samherja sinn, Svavar Gestsson, að tákngervingi samninganna. Þar missti Steingrímur af tækifæri til að gera stjórnarandstöðuflokkana samseka um þennan óumflýjanlega ógnarsamning en lagði þeim þess í stað í hendur beitta fleyga til að reka inn í ríkisstjórnarsamstarfið. Þá hefur stjórnarandstaðan nýtt sér af svo miklum krafti að ríkisstjórnin er nú í besta falli stórlega lemstruð, ef ekki beinlínis dauðvona. Ef stjórnin gefur upp öndina er spurningin hvað tekur við. Þjóðstjórn vilja sumir meina. Aðrir segja utanþingsstjórn. Báðir kostir eru vondir. Ekki er líklegt að slíkar ríkisstjórnir gangi hratt og fumlaust til verka. Þeir stjórnarandstöðuþingmenn, sem mest hafa hamast, virðast ekki áfjáðir í að taka við stjórn landsins. Enda engin furða. Feiknar niðurskurður í umsvifum ríkisins er að sjálfsögðu ekki líklegur til vinsælda. Leiðin úr þessari stöðu gæti verið að Samfylking, Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn bitu á jaxlinn og tækju að sér saman stjórnina og óhjákvæmilegar óvinsældir. Einhverjir þyrftu að taka eina, tvær u-beygjur svo slíkt samstarf gæti blessast, en við höfum nýleg dæmi um að slíkar æfingar þurfa ekki að vefjast fyrir mönnum. Hrunflokkastjórnin gæti hún kallast og verkefni hennar væri auðvitað tiltekt eftir þá flokka sem hana mynda, auk hraðrar stefnumörkunar í stóriðjumálum og uppbyggingar atvinnulífsins. VG væri þá komin í stjórnarandstöðu og allt aftur eins og það á að sér að vera.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar