Little Boots slær í gegn á árinu 11. janúar 2009 06:00 Little Boots er talin líklegust til afreka á þessu ári. Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum. Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Little Boots er talin líklegust til að slá í gegn á árinu 2009 að mati 134 breskra tónlistarspekinga. Hin 24 ára elektró-poppsöngkona heitir réttu nafni Victoria Hesketh og kemur frá Blackpool í Englandi. Hún ku vera undir áhrifum frá listamönnum á borð við David Bowie, Gary Numan og Kate Bush. „Það er ótrúlegt að svona margir vilji skrifa um mig og gefa mér tækifæri. Ég er virkilega þakklát fyrir það," sagði Hesketh. Einn þeirra sem hefur mikið álit á henni er Joe Goddard úr danssveitinni Hot Chip, sem hefur einnig tekið upp nokkur af lögum hennar. Samkvæmt lista sem er birtur á heimasíðu BBC lenti rokksveitin White Lies í öðru sæti, söngkonan Florence and the Machine í þriðja og ástralska sveitin Empire of the Sun í því fjórða. Athygli vekur að bæði White Lies og Florence and the Machine spiluðu á Iceland Airwaves-hátíðinni í haust við góðar undirtektir. Sérstaklega þóttu tónleikar Florence eftirtektarverðir. Á sama lista á síðasta ári var Adele talin líklegust til vinsælda, í öðru sæti var Duffy, The Ting Tings lenti í því þriðja og Glasvegas í fjórða. Allir þessir flytjendur vöktu mikla athygli á síðasta ári og því greinilega óhætt að taka mark á listanum.
Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira