Eiður Smári: Barcelona hefur aldrei verið hrætt við Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2009 14:45 Eiður Smári Guðjohnsen kom fram fyrir hönd Barcelona á blaðamannfundi í dag. Mynd/GettyImages Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Í dag var röðin komin að okkar manni Eiði Smára Guðjohnsen að mæta á blaðamannafund fyrir hönd Barcelona-liðsins og þar sagði Eiður Smári að liðið gæti unnið alla þrjá titlana sem liðið á enn möguleika á að vinna í vetur. „Barcelona-liðið er í góðum gír. Þegar leikirnir eru mikilvægir þá finna menn ekki fyrir þreytunni. Nú erum við að berjast á þremur vígstöðum og við eigum skilið að vera þar sem við erum," sagði Eiður Smári aðspurður um leikjaálagið framundan. „Við höfum aldrei verið hræddir við Real Madrid eða að þeir komi til baka. Við höfum alltaf sagt það að það þarf að hafa fyrir því að vinna leiki. Ef þú ætlar að vinna titla þá þarftu að hafa fyrir því allt til enda. Liðið er í mjög góðu formi og hefur aldrei verið sterkara," sagði Eiður Smári við spænsku blaðamennina þegar þeir spurðu hann um endurkomu Real Madrid inn í meistarabaráttuna á Spáni. Forskot Barcelona er nú sex stig en Real Madrid hefur verið að láta vita af sér á síðustu vikum. „Sumir segja að við séum að spila betri fótbolta en Real Madrid. Það er nú samt þannig að það lið sem spilar besta fótboltann vinnur ekki alltaf leikina. Með fullri virðingu fyrir Liverpool þá spila þeir ekki flottasta fótboltann en þeir hafa samt átt frábæra leiki í Meistaradeildinni og hafa komist langt. Við verðum að vinna jafnvægið á milli þess að spila flottan fótbolta og að ná góðum úrslitum," sagði Eiður Smári. Á morgun verður dregið í átta liða úrslit og undanúrslit Meistaradeildarinnar og þar verður Barcelona-liðinu í pottinum ásamt ensku liðunum Manchester United, Chelsea, Liverpool og Arsenal, þýska liðinu Bayern Munchen, portúgalska liðinu Porto og spænska liðinu Villarreal. „Ég á mér ekki óskamótherja í drættinum á morgun því öll liðin sem eru eftir eru mjög góð. Ég veit minnst um Porto en það þýðir ekki að þeir séu eitthvað slakari," sagði Eiður Smári sem vildi ekki meina að það væri endilega betra að eiga seinni leikinn á heimavelli. „Það fer allt eftir úrslitunum úr fyrri leiknum. Það skiptir ekki öllu máli hvort þú spilar fyrri eða seinni leikinn á heimavelli," sagði Eiður Smári á blaðamannafundinum í dag. Spænsku fjölmiðlamennirnir notuðu að sjálfsögðu tækifærið og spurðu Eið Smára út í uppgang ensku liðanna en eins og áður sagði eru fjögur ensk lið komin áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. „Á síðustu tíu árum hefur ensku liðunum tekist vel að blanda saman ensku baráttunni við evrópskan meginlandsfótbolta þökk sé hæfileikaríkum leikmönnum og þjálfunum frá Evrópu. Enski fótboltinn hefur batnað mikið og það sést á úrslitunum," sagði okkar maður Eiður Smári Guðjohnsen.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira