Fótbolti

Ronaldo stefnir á sigur í Meistaradeildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Nordic photos/Getty images

Portúgalinn Cristiano Ronaldo ætlar sér og liðsfélögum sínum hjá Real Madrid stóra hluti á næstu leiktíð.

Leikmaðurinn hyggur sér í lagi á landvinninga í Meistaradeildinni en úrslitaleikurinn á næsta keppnistímabili verður haldinn á Santiago Bernabeu, heimavelli Madridinga.

„Draumur minn er að vinna Meistaradeildina á heimavelli," segir Ronaldo sem var kjörinn leikmaður ársins á síðsta keppnistímabili og fékk fyrir vikið Ballon d'Or.

„Ég er ekkert að hugsa um Ballon d'or. Það sem skiptir máli fyrir mig er að liðinu gangi vel. Það yrði frábært að vinna jafn marga titla með Real Madrid og Alfredo Di Stefano gerði á sínum tíma," segir Ronaldo í samtali við Marca.

Di Stefano lék með Real Madrid á árunum 1953-1964 en á þeim tíma unnu Los Merengues spænsku deildina sjö sinnum og Evrópukeppni meistaraliða fimm sinnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×