Innlent

Vilja upplýsingar um 24 milljarða leynilán til Fons

Vilhjálmur Bjarnason.
Vilhjálmur Bjarnason.

„Ég vil fá upplýsingar um 24 milljarða króna útlán Glitnis til Fons sem var án veða," segir Vilhjálmur Bjarnason sem hefur stefnt Glitni og þrotabúi Fons en málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Ástæðan fyrir málarekstri Vilhjálms er sú að hann vill kanna hugsanlegt skaðabótamál hluthafa Glitnis vegna lánsins. Vilhjálmur hefur þegar spurt stjórn Glitnis um nánari upplýsingar varðandi lánið svo sem hvenær það var veitt og af hverju það samanstóð. Þar á bæ bera menn fyrir sig bankaleynd.

„Við leitum þessara leiða eftir að hafa reynt allt annað," segir Vilhjálmur um málsóknina.

Lánið minnir um margt á lán Glitnis til huldufélagsins Stím ehf., en þá lánaði bankinn hluthöfum um tuttugu milljarða til hlutabréfakaupa í bankanum sjálfum. Lánið var veitt með veð í hlutabréfum bankans og FL Group sem reyndust ekki mjög traust þegar á reyndi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×