Innlent

Ábending úr bankakerfinu hratt af stað rannsókn á fjölmiðlamönnum

Ingimar Karl Helgason skrifar
Páll Hreinsson.
Páll Hreinsson.
Ábending innan úr bankakerfinu varð til þess að rannsóknarnefnd Alþingis ætlar að kanna þátt fjölmiðlafólks í hruni íslensku bankanna.

Rannsóknarnefnd Alþingis, sem á að grafast fyrir um orsakir bankahrunsins, ætlar að rannsaka hvort stjórnmálamenn eða fjölmiðlamenn hafi fengið sérstaka fyrirgreiðslu í bankakerfinu. Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, segir að ábending hafi komið innan úr bankakerfinu um að einhver eða einhverjir úr þessum hópi hafi fengið óeðlilega fyrirgreiðslu hjá bönkunum. Þetta eigi við þingmenn, fyrrverandi þingmenn og ýmsa fjölmiðlamenn. Kanna á tímabilið frá 2004 til 2008.

Nefndin ætli síðan að kanna, með því að fletta upp kennitölum þessa fólks í bókum bankanna, hvort það hafi hlotið það sem kallað er óeðlilega fyrirgreiðslu. Páll segir að úrtak úr hópnum verði kannað, en lætur ekki meira uppi um málið.

Nefndin hefur sent fjölmiðlum bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um tiltekna starfsmenn, þar á meðal forstjóra, ritstjóra og fréttastjóra, auk upplýsinga um einstaka blaða og fréttamenn sem fjallað hafa um viðskipti og efnahagsmál.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×