Enski boltinn

Sölvi Geir líklega á förum frá SønderjyskE

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen. Mynd/Handsy

Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen hjá SønderjyskE í Danmörklu hefur ítrekað verið orðaður við ensk og skosk félög á síðustu mánuðum og Guðlaugur Tómasson umboðsmaður hans viðurkennir í samtali við Sporten.dk að hann hafi trú á því að varnarmaðurinn muni skipta um félag í félagsskiptaglugganum í sumar.

„Það er ekkert leyndarmál að félög frá Englandi og Skotlandi hafa verið að fylgjast vel með Sölva. Það eru reyndar einnig topp félög í Danmörku einnig búin að gera og ég er nokkuð viss um að eitthvað mun gerast í hans málum í sumar," segir Guðlaugur.

Sölvi Geir hefur þótt standa sig frábærlega með SønderjyskE en áður lék hann með Djurgården í Svíþjóð og Víkingi Reykjavík á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×