Fótbolti

Valencia leitar að mögulegum eftirmanni David Villa

Ómar Þorgeirsson skrifar
David Villa.
David Villa. Nordic photos/AFP

Forráðamenn spænska félagsins Valencia virðast vera búnir að sætta sig við að missa framherjann eftirsótta David Villa frá félaginu ef marka má nýlegt viðtal við knattspyrnustjórann Unai Emery.

Valencia hefur til þessa alltaf tekið fyrir það að Villa sé til sölu en knattspyrnustjórinn viðurkennir að félagið sé að leita að eftirmanni Villa.

„Hvort Villa yfirgefi félagið er undir okkur komið og veltur eins og staðan er núna á því að við finnum framherja til þess að fylla skarð hans. Sú leit stendur nú yfir," segir Emery í viðtali við spænska fjölmiðla í dag.

Villa var sagður nálægt því að ganga í raðir Real Madrid í sumar og félagið er sagt ætla að gera nýja tilraun til þess að fá spænska landsliðsmanninn þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju í janúar.

Barcelona, Chelsea, Manchester United og Manchester City munu líklega einnig taka þátt í kapphlaupinu um hinn 27 ára framherja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×