Við viljum fá þann stóra líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2009 10:15 Margrét Kara Sturludóttir getur orðið Íslandsmeistari annað árið í röð. Mynd/Vilhelm Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík. „Við unnum okkar heimavinnu eftir síðasta leik. Þetta er bara vinna. Við leggjum bara upp með að spila okkar vörn og ef hún gengur vel þá gerist allt hitt," sagði Margrét Kara Sturludóttir eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna á föstudagskvöldið. KR-liðið hefur komið mörgum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leikina í einvíginu en þær eru að sýna það og sanna að sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum var engin tilviljun. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi verið aðeins á tauginni í fyrstu leikjunum á móti Keflavík en nú er þetta allt að smella," sagði Kara sem var aðeins með samtals 8 stig í fyrstu tveimur leikjunum á móti sínum gömlu félögum en hefur skorað 15 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum liðanna. Kara hefur nú náð því að vera í sigurliði í fimm innbyrðisleikjum liðanna í röð í úrslitakeppni. Kara var með Keflavík þegar liðið vann KR 3-0 í lokaúrslitunum í fyrra en er gekk til liðs við KR þegar hún kom heim um áramótin eftir að hafa verið við ná í Bandaríkjunum. Kara vill þó ekki meina að hún hafi komið með öll leyndarmál Keflavíkurliðsins yfir í Vesturbæinn þó að það líti oft út fyrir að KR hafi öll svör við leik Keflavíkur. „Bikartitilinn var gríðarlega sætur en við viljum fá þann stóra líka. Við erum að spila eins og lið og það er stemmning í hópnum," sagði Kara en KR hefur unnið 13 af 17 leikjum síðan hún gekk til liðs við liðið í janúar. Fjórir af þessum sigrum hafa komið í fimm leikjum á móti hennar gömlu félögum í Keflavík. KR-liðið er nú aðeins einum sigri frá lokaúrslitunum og þær fá þrjá leiki til þess að klára einvígið. „Þetta er alls ekki komið. Við erum að fara að spila á erfiðum útivelli og þetta var var mjög erfiður leikur síðast. 2-0 er þægileg staða en það er fljótt að fara úr 2-0 í 2-1 og svo framvegis. Við viljum klára þetta í þremur leikjum og það er markmiðið," sagði Kara. „Það má alveg segja að þetta hafi verið besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Við erum að spila eins og þegar fimm fingur mynda hnefa," sagði Kara og gaf undirrituðum þéttingsfast högg í brjóstkassann. Það fer ekkert á milli mála að hún ætlar að láta verkin tala og verða Íslandsmeistari annað árið í röð. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir og KR-konur eru komnar í frábæra stöðu í úrslitakeppninni í kvennakörfunni eftir tvo sigra í röð á Íslandsmeisturunum úr Keflavík. „Við unnum okkar heimavinnu eftir síðasta leik. Þetta er bara vinna. Við leggjum bara upp með að spila okkar vörn og ef hún gengur vel þá gerist allt hitt," sagði Margrét Kara Sturludóttir eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík í öðrum undanúrslitaleik liðanna í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna á föstudagskvöldið. KR-liðið hefur komið mörgum á óvart með því að vinna tvo fyrstu leikina í einvíginu en þær eru að sýna það og sanna að sigurinn á Keflavík í bikarúrslitaleiknum var engin tilviljun. „Ég viðurkenni alveg að ég hafi verið aðeins á tauginni í fyrstu leikjunum á móti Keflavík en nú er þetta allt að smella," sagði Kara sem var aðeins með samtals 8 stig í fyrstu tveimur leikjunum á móti sínum gömlu félögum en hefur skorað 15 stig að meðaltali í síðustu þremur leikjum liðanna. Kara hefur nú náð því að vera í sigurliði í fimm innbyrðisleikjum liðanna í röð í úrslitakeppni. Kara var með Keflavík þegar liðið vann KR 3-0 í lokaúrslitunum í fyrra en er gekk til liðs við KR þegar hún kom heim um áramótin eftir að hafa verið við ná í Bandaríkjunum. Kara vill þó ekki meina að hún hafi komið með öll leyndarmál Keflavíkurliðsins yfir í Vesturbæinn þó að það líti oft út fyrir að KR hafi öll svör við leik Keflavíkur. „Bikartitilinn var gríðarlega sætur en við viljum fá þann stóra líka. Við erum að spila eins og lið og það er stemmning í hópnum," sagði Kara en KR hefur unnið 13 af 17 leikjum síðan hún gekk til liðs við liðið í janúar. Fjórir af þessum sigrum hafa komið í fimm leikjum á móti hennar gömlu félögum í Keflavík. KR-liðið er nú aðeins einum sigri frá lokaúrslitunum og þær fá þrjá leiki til þess að klára einvígið. „Þetta er alls ekki komið. Við erum að fara að spila á erfiðum útivelli og þetta var var mjög erfiður leikur síðast. 2-0 er þægileg staða en það er fljótt að fara úr 2-0 í 2-1 og svo framvegis. Við viljum klára þetta í þremur leikjum og það er markmiðið," sagði Kara. „Það má alveg segja að þetta hafi verið besti hálfleikurinn sem við höfum spilað í vetur. Við erum að spila eins og þegar fimm fingur mynda hnefa," sagði Kara og gaf undirrituðum þéttingsfast högg í brjóstkassann. Það fer ekkert á milli mála að hún ætlar að láta verkin tala og verða Íslandsmeistari annað árið í röð.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sjá meira