Körfubolti

Stórsigur hjá Lakers og Boston slapp með skrekkinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Kobe var sterkur í nótt.
Kobe var sterkur í nótt. Nordic Photos/Getty Images

Los Angeles Lakers og Boston Celtics komust í lykilstöðu í einvígjum sínum í nótt er þau unnu mikilvægan sigur á andstæðingum sínum.

Lakers rúllaði yfir Houston, 118-78, þar sem leik var í raun lokið afar snemma. Staðan í einvíginu 3-2 fyrir Lakers sem getur klárað einvígið á fimmtudag í Houston.

Þetta var stærsta tap Houston í úrslitakeppninni frá upphafi.

Kobe Bryant segir að leikmenn Lakers þurfi þó að halda haus enda séu þeir að mæta sterku liði með gríðarlega keppnismenn innanborðs. Hann segir að ef liðið gefi ekki allt þá muni það lenda í vandræðum.

Kobe skoraði aðeins 15 stig í síðasta leik liðanna en var líkari sjálfum sér í nótt með 26 stig í þremur leikhlutum og hann gat síðan haft það huggulegt.

Boston er komið í 3-2 gegn Orlando eftir 92-88 sigur á heimavelli í nótt. Sigurinn var þó afar tæpur því Boston var 14 stigum undir í fjórða leikhluta en átti magnaða endurkomu eins og svo oft áður.

Stephon Marbury kom öllum á óvart með mögnuðum leik en hann skoraði öll sín tólf stig í lokaleikhlutanum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×