Handbolti

Stjarnan bikarmeistari kvenna

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Harpa Sif og Sólveig Lára lyfta hér bikarnum.
Harpa Sif og Sólveig Lára lyfta hér bikarnum. Mynd/Daníel

Stjarnan vann öruggan sigur á FH, 27-22, í úrslitum Eimskipsbikars kvenna.

FH hékk í Stjörnustúlkum lengi vel en í síðari hálfleik keyrði Stjörnuliðið hreinlega yfir FH-stúlkur sem áttu sér ekki viðreisnar von.

Sanngjarn sigur Stjörnunnar því staðreynd. Sólveig Lára Kjærnested skoraði 8 mörk fyrir Stjörnuna og Florentina Stanciu varði 19 skot.

Hjá FH var Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir atkvæðamest með 7 mörk.

Vísir fylgdist með leiknum og lýsti hér að neðan.

55. mín: Sigurinn nánast í höfn hjá Stjörnunni sem er að keyra yfir FH-liðið. Staðan er 26-19 fyrir Stjörnuna.

46. mín: Stjarnan virðist vera að ganga frá leiknum. Leiðir með fimm mörkum, 21-16. FH tekur leikhlé enda gengur ekkert hjá liðinu þessa stundina.

42. mín: FH reynir að komast inn í leikinn á ný og smá hiti í þessu. Það gengur ekkert sérstaklega vel þar sem Stjarnan leiðir enn með þremur mörkum, 19-16.

35. mín: Stjarnan byrjaði síðari hálfleikinn vel, skoraði þrjú fyrstu mörkin. Stjarnan leiðir 17-14.

Hálfleikur: Staðan er 14-13 fyrir Stjörnuna. Alina Petrache atkvæðamest Stjörnustúlkna með fjögur mörk og Sólveig Lára Kjærnested hefur skorað þrjú. Florentina Stanciu hefur varið tíu skot í markinu.

Hjá FH er Ragnhildur Rósa Guðmundsdóttir með fimm mörk. Kristina Kvadierene hefur varið fimm skot í marki FH.

22. mín: Spennandi leikur og allt í járnum. Stjarnan yfir, 11-10.

15. mín: Florentina hrekkur í gírinn í marki Stjörnunnar og þær jafna, 7-7. Florentina skoraði sjálf jöfnunarmarkið yfir allan völlinn.

11. mín: Góður sprettur hjá FH sem nær þriggja marka forskoti, 6-3.

6. mín: Það er allt í járnum í upphafi. Staðan er 3-3






















































Fleiri fréttir

Sjá meira


×