Fótbolti

Yaya Toure kostar nú 100 milljónir evra

Nordicphotos/AFP
Yaya Toure hefur framlengt samning sinn við Barcelona um eitt ár. Hann hafði sterklega verið orðaður við Arsenal en er nú samningsbundinn katalónska félaginu til 2012.

Hinn 26 ára gamli landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar er einnig verðmetinn meira nú en áður af félaginu. Hann var með klásúlu um kaup fyrir 60 milljónir evra sem er nú komin upp í 100 milljónir. Það er meira en Real Madrid mun borga Manchester United fyrir Ronaldo.

Toure hefur alltaf sagt að hann vilji ekki fara frá Barcelona. Bróðir hans Kolo Toure leikur með Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×