Fótbolti

Barcelona náði ekki að vinna tíunda útileikinn í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Samuel Eto'o skoraði bæði mörk Börsunga í gær.
Samuel Eto'o skoraði bæði mörk Börsunga í gær. Nordic Photos / AFP
Barcelona gerði í gær 2-2 jafntefli við Real Betis í spænsku úrvalsdeildinni í gær og lauk þar með sigurgöngu liðsins á útivelli.

Barcelona hafði unnið níu leiki í röð á útivelli sem er met í spænsku úrvalsdeildinni. Liðið sló gamla metið í síðasta mánuði.

Real Madrid setti gamla metið árið 1960 er liðið vann sjö útileiki í röð. Félagið jafnaði svo metið árið 1991 og Villarreal gerði slíkt hið sama árið 2007.

Fyrir núverandi sigurgöngu hafði Barcelona mest unnið sex leiki í röð á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×