Beint lýðræði – vænlegur kostur Jón Sigurðsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun