Enski boltinn

Sharapova hyggur á endurkomu í mars

Maria Sharapova
Maria Sharapova

Rússneska tenniskonan Maria Sharapova stefnir á að hefja keppni á nýjan leik í mars, en hún hefur strítt við meiðsli á öxl í meira og minna tvo ár. Hún hefur verið alveg frá keppni síðan í ágúst.

Sharapova átti að keppa á móti í París í næstu viku og öðru móti í Dubai strax þar á eftir, en hefur nú slaufað þeim áformum vegna meiðsla sinna.

"Ég er búinn að æfa á fullu í Flórída og hef lagt hart að mér. Stíf endurhæfing gerir hinsvegar ekkert til að koma manni í leikform og því stefni ég á að taka þátt í móti í mars ef ég næ mér á strik þá," sagði þessi 21 árs gamla tennisstjarna.

Sharapova var um tíma í efsta sæti heimslistans en hefur nú hrapað niður í það 17. í meiðslunum þar sem hún hefur m.a. misst af opna bandaríska, ÓL í Peking og nú síðast opna ástralska meistaramótinu.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi geðþekka stúlka fellur niður fyrir tíunda sæti heimslistans síðan hún sigraði eftirminnilega á Wimbledon mótinu árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×