Cleveland tapaði óvænt fyrir lélegasta liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2009 09:00 Gilbert Arenas var sáttur með að vinna besta lið NBA-deildarinnar í nótt. Mynd/GettyImages Cleveland Cavaliers tapaði óvænt fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Washington var með lélegasta árangurinn í Austurdeildinni fyrir leikinn. Cleveland var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn. það fóru þrír leikir fram í deildinni. Washington Wizards vann Cleveland 109-101 en liðið var í fyrsta sinn með þá Gilbert Arenas, Caron Butler, Antawn Jamison og Brendan Haywood heila á tímabilinu. Arenas lék sinn annan leik eftir að hafa komið til baka eftir tvo hnéuppskurði og var með 11 stig og 10 stoðsendingar. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir næsta ár. Við vonum líka að þetta gefi fólki fyrirheit um hvernig þetta lið verður á næsta ári," sagði Ed Tapscott, starfandi þjálfari Washington en liðið hefur verið án lykilmanna í vetur. LeBron James skoraði 22 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik og var að auki með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 tapaða bolta. „Við getum ekki látið einn tapleik draga okkur og spilla fyrir frábæru tímabili. Við tökum þetta tap inn á okkur af því að við þolum ekki að tapa en síðan er það bara næsti leikur," sagði James. Denver Nuggets vann 114-104 sigur á Utah Jazz og hefur aldrei verið fljótari að ná 50 sigrum í sögu félagsins í NBA-deildinni. J.R. Smith skoraði átta þriggja stiga körfur og samtals 28 stig í leiknum. Carmelo Anthony var með 23 stig fyrir Denver en hjá Utah var C.J. Miles stigahæstur með 19 stig. Þetta var tíundi sigur Denver í síðustu ellefu leikjum. Philadelphia 76ers vann Milwaukee Bucks, 105-95. Andre Iguodala skoraði 20 stig, Lou Williams var með 14 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik og Andre Miller var með 18 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia sem vann annan leikinn sinn í röð og komst upp fyrir Miami í fimmta sætið í Austurdeildinni. Ramon Sessions var með 18 stig og 10 stoðsendingar hjá Milwaukee. NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Cleveland Cavaliers tapaði óvænt fyrir Washington Wizards í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en Washington var með lélegasta árangurinn í Austurdeildinni fyrir leikinn. Cleveland var búið að vinna þrettán leiki í röð fyrir leikinn. það fóru þrír leikir fram í deildinni. Washington Wizards vann Cleveland 109-101 en liðið var í fyrsta sinn með þá Gilbert Arenas, Caron Butler, Antawn Jamison og Brendan Haywood heila á tímabilinu. Arenas lék sinn annan leik eftir að hafa komið til baka eftir tvo hnéuppskurði og var með 11 stig og 10 stoðsendingar. „Þetta gefur okkur mikið sjálfstraust fyrir næsta ár. Við vonum líka að þetta gefi fólki fyrirheit um hvernig þetta lið verður á næsta ári," sagði Ed Tapscott, starfandi þjálfari Washington en liðið hefur verið án lykilmanna í vetur. LeBron James skoraði 22 af 31 stigi sínu í seinni hálfleik og var að auki með 9 fráköst, 6 stoðsendingar og 6 tapaða bolta. „Við getum ekki látið einn tapleik draga okkur og spilla fyrir frábæru tímabili. Við tökum þetta tap inn á okkur af því að við þolum ekki að tapa en síðan er það bara næsti leikur," sagði James. Denver Nuggets vann 114-104 sigur á Utah Jazz og hefur aldrei verið fljótari að ná 50 sigrum í sögu félagsins í NBA-deildinni. J.R. Smith skoraði átta þriggja stiga körfur og samtals 28 stig í leiknum. Carmelo Anthony var með 23 stig fyrir Denver en hjá Utah var C.J. Miles stigahæstur með 19 stig. Þetta var tíundi sigur Denver í síðustu ellefu leikjum. Philadelphia 76ers vann Milwaukee Bucks, 105-95. Andre Iguodala skoraði 20 stig, Lou Williams var með 14 af 21 stigi sínu í seinni hálfleik og Andre Miller var með 18 stig og 11 stoðsendingar fyrir Philadelphia sem vann annan leikinn sinn í röð og komst upp fyrir Miami í fimmta sætið í Austurdeildinni. Ramon Sessions var með 18 stig og 10 stoðsendingar hjá Milwaukee.
NBA Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga