Fótbolti

England átt flest lið í undanúrslitunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Porto í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar marki sínu gegn Porto í gær. Nordic Photos / Getty Images

Ensk lið tóku fram úr spænskum er þrjú ensk lið tryggðu sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu nú í vikunni.

Manchester United, Chelsea og Arsenal tryggðu sér öll sæti í undanúrslitunum auk Barcelona.

Ensk og spænsk félagslið höfðu fyrir tímabilið tryggt sér sæti í undanúrslitunum í fjórtán skipti. Nú hafa ensk lið sautján sinnum komist svo langt í keppninni en spænsk lið fimmtán sinnum.

Ítalía er eina landið sem hefur þar að auki átt fleiri en tíu lið í undanúrslitunum eða tólf.

Manchester United, Barcelona og AC Milan hafa öll sex sinnum komist í undanúrslitin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×