Fótbolti

Aftur tapaði Barcelona

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári var þarna búinn að koma sér í gott færi en var dæmdur rangstæður.
Eiður Smári var þarna búinn að koma sér í gott færi en var dæmdur rangstæður. Nordic Photos / AFP

Spánarmeistarar Barcelona töpuðu sínum öðrum leik í röð í kvöld er liðið tapaði fyrir Osasuna á heimavelli, 1-0.

Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og var nokkrum sinnum nálægt því að leggja upp mark fyrir liðsfélaga sína.

Hann fékk reyndar olnbogaskot frá Masoud snemma leiks með þeim afleiðingum að blæddi úr munni hans. Þetta var þó óviljaverk.

Eiður fékk að líta gula spjaldið á 38. mínútu leiksins en hann lék á hægri kantinum í kvöld.

Sevilla er enn í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig en liðið vann 1-0 sigur á Deportivo í kvöld. Atletico er einnig á góðri leið með að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en liðið vann Athletic, 4-1, á útivelli í kvöld.

Atletico mun af öllum líkindum duga jafntefli í lokaumferðinni til að tryggja sér þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Recreativo og Numancia eru fallin úr deildinni en þó eiga fimm lið enn það á hættu að falla með þeim liðum í B-deildina. Þau eru Valladolid (42 stig), Getafe (41), Real Betis (41), Sporting Gijon (40) og Osasuna (40).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×