Fótbolti

Bati Ronaldo gengur hægt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid.
Cristiano Ronaldo í leik með Real Madrid. Nordic Photos / AFP

Bati Cristiano Ronaldo er hægari en búist var við og mun hitta hollenskan sérfræðing vegna ökklameiðsla sinna.

Ronaldo meiddist í leik með Real Madrid í september síðastliðnum en meiðslin tóku sig svo upp í landsleik með Portúgal þann 10. október síðastliðinn.

„Hann getur ekki hæft og þarf að halda áfram endurhæfingu sinni þar til hann gengst undir læknisskoðun á ný," sagði í yfirlýsingu frá Real Madrid vegna málsins.

Upphaflega var búist við því að Ronaldo yrði frá í 3-4 vikur vegna meiðslanna en nú er óljóst hvenær hann getur spilað á ný.

Ronaldo skoraði níu mörk í fyrstu sjö leikjum Real í öllum keppnum á tímabilinu. Hann hefur hins vegar misst af síðustu sjö leikjum liðsins en Real hefur aðeins unnið tvo af þeim leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×