Körfubolti

Kobe Bryant vill klára ferilinn með Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant vann titilinn í fjórða sinn í júní.
Kobe Bryant vann titilinn í fjórða sinn í júní. Mynd/AFP

Kobe Bryant ætlar sér að enda NBA-ferillinn þar sem hann byrjaði eða sem leikmaður Los Angeles Lakers. Kobe sem er 30 ára gamall varð NBA-miestari með liðinu í fjórða sinn í júní.

„Ég verð leikmaður Lakers það sem eftir er af mínum ferli. Ég get ekki séð mig spila með nokkru öðru liði," sagði Kobe sem hefði getað fengið sig lausan frá liðinu 1. júlí síðastliðinn en ákvað að gera það ekki.

Kobe hefur alls leikið 948 deildarleiki með Lakers-liðinu og er með 18,8 stig, 4,5 fráköst og 4,6 stoðsendingar að meðaltali í þeim. Hann hefur síðan skorað 25,0 stig að meðaltali í 175 leikjum með liðinu í úrslitakeppninni.

Kobe var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar á síðasta tímabili og besti leikmaður deildarinnar tímabilið 2007-08.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×