Engir minnispunktar af 18 fundum Baldurs 22. desember 2009 05:30 Ráðuneytið átti enga minnispunkta í fórum sínum til að senda sem svar um beiðni Rannsóknarnefndar Alþingis um gögn vegna skráðra funda ráðuneytisstjórans með Seðlabanka, forsætisráðuneyti og Fjármálaeftirliti. Fréttablaðið/GVA Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Engir minnispunktar eru til í fjármálaráðuneytinu um átján fundi, sem haldnir voru frá janúar 2007 til október 2008 og Baldur Guðlaugsson þáverandi ráðuneytisstjóri sat, ýmist með aðilum frá Seðlabankanum, ráðherrum eða fjármálaeftirliti. Þetta kemur fram í yfirliti sem Fréttablaðið hefur undir höndum yfir gögn sem fjármálaráðuneytið sendi rannsóknarnefnd Alþingis. Sjálf bréfaskipti ráðuneytisins og rannsóknarnefndarinnar fengust hins vegar ekki afhent. Samkvæmt upplýsingum úr fjármálaráðuneytinu eru engar skráðar reglur í gildi um hvenær embættismenn skrá minnispunkta um fundi sem þeir taka þátt í. Minnispunktar eru stundum skráðir og stundum ekki. Í þessum tilvikum hafi mat Baldurs ráðið. Meðal fundanna átján sem ekki voru skráðir voru fundir sem haldnir voru 27. til 28. september í fyrra um stöðuna á fjármálamörkuðum og kaup ríkisins á hlut í Glitni. Ekki voru skráðir minnispunktar af fundi „nokkurra ráðherra um viðbrögð við spurningum í bréfi breskra stjórnvalda um aðkomu ríkisins að innistæðutryggingum“ sem haldinn var 18. ágúst 2008. Þá voru heldur ekki skráðir minnispunktar „nokkurra ráðherra með seðlabankastjórum“ í forsætisráðuneytinu 18. mars og 7. maí 2008. Ómar H. Kristmundsson, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, sagði í samtali við Fréttablaðið að það skipti máli í stjórnsýslu að skrá allar upplýsingar, sem gætu haft áhrif á málsmeðferð. „Það eru þá góðir stjórnsýsluhættir að skrá minnispunkta,“ segir Ómar. „Þetta eru augljóslega mikilvæg mál þar sem menn geta ekki treyst á minni sitt og þess vegna verða menn að skrá minnispunkta.“- pg
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira