Fótbolti

Bestu kaupin í spænska boltanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hinn geðugi Cyrus C. Malek hjá goal.com fylgist vel með í spænska boltanum og hann hefur tekið saman lista yfir bestu kaupin í spænska boltanum.

Hér að neðan má sjá hvaða fimm kaup voru best í spænska boltanum í vetur.

5. sæti: Alvaro Negredo, Sevilla

Hefur blómstrað með Luis Fabiano og Freddie Kanoute í framlínu Sevilla. Staðið sig svo vel að hann var valinn í spænska landsliðið. Skoraði tvö mörk í sínum öðrum landsleik.

4. sæti: Xabi Alonso, Real Madrid

Áhrifin sem hann hefur haft á miðjuspil Madrid endurspeglast að mörgu leyti í þeim vandræðum sem Liverpool er án hans.

3. sæti: Kaká, Real Madrid.

Áður en Real byrjaði að spila saman sem lið var Kaká maðurinn sem hélt miðjuspili liðsins saman. Ekki enn farinn að spila eins og þegar hann var hjá Milan en er allur að koma til.

2. sæti: Zlatan Ibrahimovic, Barcelona.

Kom í stað helsta markaskorara liðsins, Samuel Eto´o, og er dýrasti leikmaður í sögu félagsins. Hefur fyllt skó Eto´o vel og smellpassað í sóknarleik liðsins. Skorað mikilvæg mörk og meðal annars sigurmarkið gegn Real Madrid.

1. Cristiano Ronaldo, Real Madrid.

Dýrasti leikmaður knattspyrnusögunnar hefur verið hverrar krónu virði það sem af er. Hefur spilað frábærlega, boðið upp á magnaðar aukaspyrnur, skorað mörk og lagt upp önnur. Þó svo hann hafi misst af leikjum vegna meiðsla kom hann til baka með miklum látum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×