Körfubolti

Cleveland sópaði Pistons úr úrslitakeppninni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James fór hamförum í kvöld.
LeBron James fór hamförum í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Cleveland Cavaliers varð í kvöld fyrsta liðið til þess að tryggja sig inn í aðra umferð úrslitakeppninnar. Liðið lagði þá Detroit Pistons, 99-78, í Detroit og sópaði Pistons um leið úr úrslitakeppninni, 4-0.

Cleveland var talsvert betra liðið allan leikinn og sigurinn í raun aldrei í hættu.

LeBron James fór mikinn í liði Cavs eins og venjulega. Skoraði 36 stig, tók 13 fráköst og gaf átta stoðsendingar. Mo Williams skoraði 24 stig.

Antonio McDyess var skástur í liði Pistons með 26 stig en það félag þarf að fara í einhverja naflaskoðun. Richard Hamilton var næststigahæstur með 22 stig.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×