Forvarnarvinna íþróttafélaga 24. nóvember 2009 06:00 Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Nú hefur ekki vantað útskýringar og afsakanir KSÍ fyrir leikjum fulltrúa þess í útlöndum, afsakanirnar eru nú svona og svona. Í hinu stóra samhengi getur hver sem vill kynnt sér svörtu hliðarnar á íþróttahreyfingunni sem nær hátindi í spillingardíkinu Ólympíuleikunum. Umhverfis íþróttafélög er alltaf spilling. Alla vega hef ég stórar áhyggjur af bænastundum í kapellu Valsara þegar ég lít þau gríðarstóru landsvæði undir Öskjuhlíðinni sem þeim tókst með einhverjum ráðum að fá hjá Reykjavíkurborg. Hvaða borgarfulltrúum ætli þeir biðji mest fyrir þar? Hvaða borgarfulltrúa báðu þeir mest til svo þeir fengju allt þetta land sem er afkróað af hörðustu umferðaræðum borgarinnar og enginn kemst á til æfinga nema hann sé á bíl eða kunni að fljúga. Ég hugsa bara til fornfjenda þeirra KR-inga sem eru afluktir á alla vegu af byggð og eru nú teknir að dreifa sparkvöllum sínum víðar svo endurnýjun haldist í hönd við laun og skuldir. Í hvaða faðmi er barnið að lenda? Nú er hann hættur að leita sér að barnaefni í sjónvarpi eða öðru sem vekur áhuga hans og skellir sér bara beint á einhverja leikjarásina, en ekkert svið mannlegrar athafnasemi virðist vera skannað jafn ítarlega af íslenskum sjónvarpsstöðvum og evrópskur fótbolti atvinnumanna. Sem nóta bene eru heimsfrægir fyrir að kaupa sér hvað sem hugur þeirra girnist og eru ekki í vandræðum með milljónir í smá súluspaug. Áhuginn er reyndar yndislegur og fölskvalaus, getan eykst stöðugt og framförin er augljós, en í hvaða kompaní er hann að fara? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Í ljósi þess að yngsti maðurinn á heimilinu er genginn knattspyrnutrúnni á hönd og hugsar ekki um annað en fótbolta, æfir sig með blöðru í stofunni og með bolta þar sem pláss gefst, þá er eðlilegt að maður hafi nokkrar áhyggjur af Knattspyrnusamsambandinu. Er þetta sá félagsskapur sem maður vill að sjö ára peyi tengist sterkum böndum? Nú hefur ekki vantað útskýringar og afsakanir KSÍ fyrir leikjum fulltrúa þess í útlöndum, afsakanirnar eru nú svona og svona. Í hinu stóra samhengi getur hver sem vill kynnt sér svörtu hliðarnar á íþróttahreyfingunni sem nær hátindi í spillingardíkinu Ólympíuleikunum. Umhverfis íþróttafélög er alltaf spilling. Alla vega hef ég stórar áhyggjur af bænastundum í kapellu Valsara þegar ég lít þau gríðarstóru landsvæði undir Öskjuhlíðinni sem þeim tókst með einhverjum ráðum að fá hjá Reykjavíkurborg. Hvaða borgarfulltrúum ætli þeir biðji mest fyrir þar? Hvaða borgarfulltrúa báðu þeir mest til svo þeir fengju allt þetta land sem er afkróað af hörðustu umferðaræðum borgarinnar og enginn kemst á til æfinga nema hann sé á bíl eða kunni að fljúga. Ég hugsa bara til fornfjenda þeirra KR-inga sem eru afluktir á alla vegu af byggð og eru nú teknir að dreifa sparkvöllum sínum víðar svo endurnýjun haldist í hönd við laun og skuldir. Í hvaða faðmi er barnið að lenda? Nú er hann hættur að leita sér að barnaefni í sjónvarpi eða öðru sem vekur áhuga hans og skellir sér bara beint á einhverja leikjarásina, en ekkert svið mannlegrar athafnasemi virðist vera skannað jafn ítarlega af íslenskum sjónvarpsstöðvum og evrópskur fótbolti atvinnumanna. Sem nóta bene eru heimsfrægir fyrir að kaupa sér hvað sem hugur þeirra girnist og eru ekki í vandræðum með milljónir í smá súluspaug. Áhuginn er reyndar yndislegur og fölskvalaus, getan eykst stöðugt og framförin er augljós, en í hvaða kompaní er hann að fara?
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr Skoðun
Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir Skoðun