Lakers og San Antonio gerðu góða ferð vestur 8. febrúar 2009 23:09 Kobe Bryant var veikur í kvöld og LeBron James spilaði sóknarleikinn eins og hann væri veikur NordicPhotos/GettyImages LA Lakers og San Antonio Spurs, tvö af bestu liðum Vesturdeildarinnar í NBA, gerðu góða ferð yfir á austurströndina í kvöld þegar þau skelltu tveimur bestu liðunum þeim megin í landinu - Cleveland og Boston. Einvígis Cleveland og Lakers hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en þar mættust þeir LeBron James og Kobe Bryant sem almennt eru taldir tveir bestu leikmenn deildarinnar. Cleveland hafði unnið alla 23 leiki sína á heimavelli fyrir leik kvöldsins, en Lakers-liðið spilaði mjög vel í kvöld þrátt fyrir veikindi Kobe Bryant og vann nokkuð sannfærandi sigur 101-91. Kobe Bryant skoraði 19 stig þrátt fyrir veikindin en það var Lamar Odom sem var maður leiksins hjá Lakers og skilaði sínum besta leik í vetur. Odom skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst og Pau Gasol skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig fyrir Cleveland og þeir Wally Szczerbiak og LeBron James skoruðu 16 hvor. James var auk þess með 12 stoðsendingar og 8 fráköst, en hann hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum í sóknarleiknum. Lakers-liðið hefur því stöðvað þrjár ótrúlegar sigurgöngur í vetur. Fyrst stöðvaði liðið 19 leikja sigurgöngu Boston á jóladag, þá 12 leikja sigurgöngu Boston á fimmtudagskvöldið - og nú síðast 23 leikja heimaleikjarispu Cleveland, sem hafði ekki tapað heima síðan í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Washingon síðasta vor. AP Stór sigur hjá San Antonio Meistaralið síðustu tveggja ára, Boston og San Antonio, mættust í Boston og þar vann San Antonio sigur 105-99 þar sem liðið skoraði 11 stig á síðustu 45 sekúndum leiksins. Leikmenn San Antonio komu frískir inn í leikinn eftir að allir lykilmenn liðsins höfðu verið hvíldir leikinn á undan og það skilaði sér gegn Boston. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 23 fráköst fyrir San Antonio og Matt Bonner skoraði einnig 23 stig, sem var það næstmesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum.Kevin Garnett var bestur hjá Boston með 26 stig og 12 fráköst og Paul Pierce skoraði 19 stig. Þetta var annað tap Boston á heimavelli á nokkrum dögum, því á fimmtudagskvöldið tapaði liðið þar fyrir Lakers. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
LA Lakers og San Antonio Spurs, tvö af bestu liðum Vesturdeildarinnar í NBA, gerðu góða ferð yfir á austurströndina í kvöld þegar þau skelltu tveimur bestu liðunum þeim megin í landinu - Cleveland og Boston. Einvígis Cleveland og Lakers hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu, en þar mættust þeir LeBron James og Kobe Bryant sem almennt eru taldir tveir bestu leikmenn deildarinnar. Cleveland hafði unnið alla 23 leiki sína á heimavelli fyrir leik kvöldsins, en Lakers-liðið spilaði mjög vel í kvöld þrátt fyrir veikindi Kobe Bryant og vann nokkuð sannfærandi sigur 101-91. Kobe Bryant skoraði 19 stig þrátt fyrir veikindin en það var Lamar Odom sem var maður leiksins hjá Lakers og skilaði sínum besta leik í vetur. Odom skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst og Pau Gasol skoraði 18 stig og hirti 12 fráköst. Zydrunas Ilgauskas skoraði 22 stig fyrir Cleveland og þeir Wally Szczerbiak og LeBron James skoruðu 16 hvor. James var auk þess með 12 stoðsendingar og 8 fráköst, en hann hitti aðeins úr 5 af 20 skotum sínum í sóknarleiknum. Lakers-liðið hefur því stöðvað þrjár ótrúlegar sigurgöngur í vetur. Fyrst stöðvaði liðið 19 leikja sigurgöngu Boston á jóladag, þá 12 leikja sigurgöngu Boston á fimmtudagskvöldið - og nú síðast 23 leikja heimaleikjarispu Cleveland, sem hafði ekki tapað heima síðan í fyrstu umferð úrslitakeppninnar gegn Washingon síðasta vor. AP Stór sigur hjá San Antonio Meistaralið síðustu tveggja ára, Boston og San Antonio, mættust í Boston og þar vann San Antonio sigur 105-99 þar sem liðið skoraði 11 stig á síðustu 45 sekúndum leiksins. Leikmenn San Antonio komu frískir inn í leikinn eftir að allir lykilmenn liðsins höfðu verið hvíldir leikinn á undan og það skilaði sér gegn Boston. Tim Duncan skoraði 23 stig og hirti 23 fráköst fyrir San Antonio og Matt Bonner skoraði einnig 23 stig, sem var það næstmesta sem hann hefur skorað í leik á ferlinum.Kevin Garnett var bestur hjá Boston með 26 stig og 12 fráköst og Paul Pierce skoraði 19 stig. Þetta var annað tap Boston á heimavelli á nokkrum dögum, því á fimmtudagskvöldið tapaði liðið þar fyrir Lakers.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira