Bradford fór hamförum - Grindavík skrefi frá titlinum 9. apríl 2009 18:10 Nick Bradford var ótrúlegur í kvöld Mynd/Stefán Borgþórsson Grindvíkingar eru komnir í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deildinni eftir frábæran 107-94 sigur á KR í þriðja leik liðanna í DHL höllinni í kvöld. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið frá miðjum fyrsta leikhluta og unnu verðskuldaðan sigur. Það var ekki síst fyrir stórkostlegan leik Nick Bradford, sem skoraði 47 stig fyrir Grindvíkinga í leiknum. Grindavík getur nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í fjórða leik liðanna á laugardaginn.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu Vísis og hérna má sjá alla tölfræði úr leiknum.21:15 - Leik lokið. KR 94 - Grindavík 107.Ótrúlegur sigur hjá Suðurnesjaliðinu. Hver hefði trúað því að Grindvíkingar ættu eftir að koma hingað í vesturbæinn og vinna stórsigur á KR? Nú getur liðið orðið meistari í fyrsta sinn í 13 ár með sigri í næsta leik.21:10 - Það er ljóst að Grindavík vinnur þennan leik. Liðið hefur yfir 87-102 þegar rúm mínúta er eftir. Grindvíkingar geta tryggt sér annan meistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á heimavelli í fjórða leiknum á laugardaginn.21:06 - Helgi Jónas setti niður risavaxinn þrist fyrir Grindavíkurliðið, sem hafði ekki skorað í óratíma. Pressa KR hefur virkilega gert lokasprettinn áhugaverðan. Staðan 83-99 þegar tvær mínútur eru eftir.21:05 - Ég get upplýst lesendur um að Nick Bradford fer ekki yfir 50 stiga múrinn í þessum leik. Hann var að fá sína fimmtu villu í hamagangnum. Hann þrælaði þó niður 47 stigum og þarf ekki að skammast sín fyrir það.21:01 - Páll Kristins farinn af velli með fimm villur hjá Grindavík. Fannar Ólafs minnkar muninn í 80-95 þegar innan við fjórar mínútur eru til leiksloka.20:59- Pressa KR-inga hefur líka kostað nokkuð margar villur og nú gengur leikurinn hægt. Menn að tjalda á vítalínunni.20:57 - Jason Dourisseau með eina troðslu í körfuboltastiklurnar á Stöð 2 Sport. Glæsileg tilþrif hjá Bandaríkjamanninum, en líklega of seint. KR stelur svo boltanum og Jason fer á vítalínuna. Staðan 78-93 þegar 4:20 eru eftir.20:55 - Enn taka Grindvíkingar leikhlé til að losa sig úr hálstakinu sem pressa KR er. Smá titringur í gestunum, sem þó þurfa ekki að örvænta í stöðunni 74-93 þegar 4:31 eru til leiksloka.20:53 - Þetta er ekki hægt!!! Nick Bradford er í annari vídd en við hin þessa stundina. Setti tvo þrista í röð og er kominn með FJÖRUTÍU OG SEX stig! KR 69 - Grindavík 93.20:51 - Friðrik Ragnarsson notar leikhlé sín skynsamlega og tók eitt slíkt núna þegar KR náði smá rispu eftir stífa pressuvörn sína. Munurinn er þó líklega allt of mikill. Grindavík leiðir með 22 stigum þegar 6:30 eru eftir. Stuðningsmenn KR trúa ekki eigin augum.20:48 - Brenton Birmingham (36 ára) treður með tilþrifum eins og unglingurinn sem hann er og gefur svo fallega stoðsendingu á Bradford í næstu sókn. KR 62 - Grindavík 88 þegar sjö mínútur eru eftir af leiknum.20:47 - Helgi Magnússon farinn af velli með fimm villur hjá KR. Fannar og Skarphéðinn eru með fjórar villur. Hjá Grindavík eru Páll Axel, Páll Kristins og Þorleifur Ólafs með fjórar hver.20:45 - KR-ingar pressa eins og óðir menn og Grindvíkingar eiga fullt í fangið með að koma boltanum í leik. Jón Arnór með þrist fyrir KR. Staðan 59-81 fyrir Grindavík.20:42 - Þriðja leikhluta lokið. KR 54 - Grindavík 79.Stærsta verkefni KR-liðsins í vetur bíður þess í fjórða leikhlutanum. Ef KR á ekki sinn besta leikhluta í vetur á næstu tíu mínútum, þarf liðið að fara til Grindavíkur á laugardaginn og berjast fyrir lífi sínu í einvíginu.20:41 - Stuðningsmenn Grindavíkur taka hvert KR-stefið á fætur öðru og gera að sínu. Þeim leiðist ekki núna, þeim gulklæddu.20:34 - Vá. Nick Bradford er gjörsamlega að fara hamförum hérna. Skorar þrist og er kominn með 36 stig. Grindvíkingar stela svo boltanum í næstu sókn þar sem Brenton Birmingham skorar og fær villu að auki. KR 49 - Grindavík 74 þegar 2:04 eru eftir af þriðja leikhluta.20:31 - Stuðningsmenn Grindavíkurliðsins eru farnir að ögra stuðningsmönnum KR með því að syngja þeirra eigin kyndingar í átt til KR-manna. Hressandi. Á sama tíma er Nick Bradford að setja 33. stigið sitt í leiknum. Staðan 46-68 þegar 2:56 er eftir af þriðja leikhluta.20:28 - Jón Arnór brýtur hressilega á Nick Bradford þegar hann keyrir upp að körfu og dómarar þurfa að ganga í milli. Íslenski landsliðsmaðurinn að senda skilaboð eins og það er kallað. KR 42 - Grind 66.20:26 - Leikmenn Grindavíkurliðsins eru komnir með blóðbragð í munn. Það sést á látbragði þeirra í kjölfar þess að Þorleifur Ólafsson setur niður þrist og víti í kjölfarið eftir að brotið var á honum í skotinu. Staðan núna KR 42 - Grindavík 6420:22 - Grindvíkingar eru sjóðandi. Þorleifur með þrist, Brenton með troðslu. KR-liðið er í ruglinu. Grindavík leiðir 37-60 og KR tekur leikhlé um miðjan þriðja leikhluta.20:20 - Var búið að geta þess að Nick Bradford væri frekar heitur í þessum leik? Kappinn er kominn með 29 stig og KR á engin svör við honum. Grindavík leiðir 37-55.20:17- Síðari hálfleikur hefst - Fannar Ólafsson fær sína fjórðu villu fyrir brot á Páli Kristins. Baldur Ólafsson kemur inn í hans stað. Grindavík hefur yfir 36-51.20:12 - KR er með 52% hittni í 2ja stiga skotum og hefur klikkað á öllum sex þristum sínum í hálfleiknum. Grindavík er með 58% hittni inni í teig og hefur sett niður 5 af 12 þristum sínum. Fráköstin: KR 18 - Grind 14. Tapaðir boltar: KR 10 - Grind 4.20:05 - Benedikt Guðmundsson þarf að lesa hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum. KR-liðið var á köflum vandræðalegt í sóknarleiknum og á að geta mikið betur - einnig á hinum enda vallarins.Grindvíkingarnir munu væntanlega halda sig við sama plan og í fyrri hálfleik. Eigum við að giska á "Látum Nick Bradford hafa boltann og verum ekki fyrir honum" -afbrigðið?20:00 - Hálfleikur. KR 34 - Grindavík 47.Frábærum fyrri hálfleik lokið og segja má að hann hafi þróast þveröfugt við fyrri hálfleikinn hér í fyrsta leiknum, en þá var KR með forystuna.Nick Bradford hefur verið langbesti maður vallarins og er kominn með 24 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Grindavík. Páll Kristins og Páll Axel eru með 6 stig hvor og Guðlaugur Eyjólfs 5.Hjá KR eru þeir Fannar Ólafsson og Jón Arnór Stefánsson með 11 stig hvor.19:55 - Eins og við manninn mælt, skorar KR tvær körfur í röð og treður upp í mann. Staðan 30-42 þegar 2:16 eru til hálfleiks. Friðrik Ragnarsson var klókur og bað strax um leikhlé.19:52 - Stundum sefur maður yfir sig, borðar ekki morgunmat og gleymir símanum heima - á einn af þessum dögum. Jæja, þetta virðist vera einn af þessum dögum hjá KR núna. Það bara fellur lítið sem ekkert með þeim. Grindavík yfir 26-42. Bradford treður og stuðningsmenn Grindavíkur að ærast á pöllunum. Benedikt þjálfari KR biður um leikhlé.19:48 - Jason, Jón Arnór, Fannar og Skarphéðinn allir komnir með tvær villur hjá KR. Páll Kristins með þrjár hjá Grindavík og Páll Axel og Þorleifur tvær. Grindavík yfir 22-37. Bradford með stoðsendingu á Brenton þegar 4:23 eru til hálfleiks.19:45 - Og sýningin heldur áfram. Nick Bradford smellir þrist fyrir Grindavík og kemur liðinu í 22-35. Bradford, sem aldrei hefur tapað seríu í úrslitakeppni á Íslandi, er kominn með 20 stig þegar annar leikhluti er hálfnaður.19:43 - Ja hérna. Grindvíkingar hreinlega mana Jakob Sigurðarson til að skjóta fyrir utan og hann klikkar á tveimur galopnum skotum. Jakob hefur ekki náð sér á strik í einvíginu til þessa. Grindavík er yfir 22-32 þegar 6:24 eru eftir af öðrum leikhluta.19:40 - Grindvíkingar hafa greinilega farið yfir spólur af síðustu leikjum sínum í þessu húsi, þar sem þeir voru skotnir í kaf í fyrri hálfleik í bæði skiptin. Nú hafa þeir yfir 19-28 í upphafi annars leikhluta.19:37 - Fyrsta leikhluta lokið. KR 19 - Grindavík 25.Frábær fyrsti leikhluti að baki. Nick Bradford er saga fyrsta leikhlutans. Maðurinn bar Grindavíkurliðið á herðum sér og er kominn með 15 stig! Jón Arnór og Fannar Ólafsson eru með 6 hvor hjá KR.19:30 - Tæknin er aðeins að stríða okkur hér í DHL höllinni. Tækjabúnaðurinn líklega að keyra yfir í spennunni. Nick Bradford fer hamförum hjá Grindavík og gestirnir hafa yfir 14-18.19:26 - Þorleifur Ólafsson fer af velli hjá Grindavík með tvær villur. Inn kemur stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Nick Bradford skorar og fær villu á Jón Arnór. Stuðningsmenn Grindavíkur bilast af hrifningu. Staðan orðin 12-13 fyrir Grindavík.19:24 - Páll Kristins með tvær körfur í röð fyrir Grindavík. Hasarinn er mikill á vellinum og enginn kann betur að meta það en Nick Bradford, sem hreinlega baðar sig í bauli áhangenda KR. Mikill hraði í leiknum núna og KR yfir 11-8.19:21 - Mikill hasar í byrjun. KR hefur yfir 7-2 eftir körfu og víti frá Jóni Arnóri. Bæði leikmenn og áhorfendur ætla að nota tækifærið strax í byrjun og kynna sig fyrir dómurum leiksins.19:15 - Leikur hafinn. Byrjunarliðin hér fyrir neðan.Grindavík: Helgi Jónas, Þorleifur, Páll Kr, Brenton og Nick Bradford.KR: Jakob, Jón Arnór, Helgi, Jason og Fannar.19:14 - Önnur karfan hér í DHL höllinni þarf líklega að fara í uppherslu að móti loknu. Hún festist niðri í hvert skipti sem troðið er í hana. Megi hún festast sem oftast í leiknum, áhorfenda vegna. Þvílík stemming hér í húsinu. Leikurinn er að byrja.19:10 - Grindavíkurliðið er kynnt til leiks. Heyrist varla bofs í vallarþul fyrir söng KR-inga. Þakið ætlar svo af kofanum þegar KR-liðið er kynnt til leiks. Leikmenn taka léttan dans fyrir áhorfendur í kynningunni og kasta húfum upp í stúkuna.19:06 - Leikmenn beggja liða eru frekar einbeittir á svip. Einn maður sker sig þó úr í upphituninni eins og alltaf. Eitursvalur Nick Bradford hjá Grindavík. Göngulagið í vanari kantinum og rappar með laginu sem naumlega má greina fyrir hrópum stuðningsmanna beggja liða. Stemmingin er svo góð að ekki einu sinni ofspilaður smellur með U2 nær að skemma hana.19:02 - Nú er ég farinn að kannast við mína menn. Harðlínustuðningsmenn Grindavíkurliðsins (sem voru hvergi sjáanlegir í deildarkeppninni) ríða á vaðið og syngja fullum hálsi. Miðjan, stuðningssveit KR, svarar þeim fullum hálsi og syngur "Það heyrist ekki ra***at." - Þetta er að byrja góðir hálsar.18:58 - Þá er um það bil stundarfjórðungur í leik. Enn er hægt að troða slatta af fólki í hornin og fyrir aftan körfurnar (ef brunavarnir leyfa).18:45 - Bæði lið eru nú úti á velli að hita upp og skjóta á körfurnar. Einbeitingin skín út úr andlitum leikmanna. Helgi Jónas skokkar um völlinn léttur í spori og getur vonandi beitt sér að fullu með Grindavíkurliðinu eftir að hafa meiðst lítillega í síðasta leik.18:41 - Áhorfendabekkir eru að verða þétt setnir hér í DHL höllinni og fólkið er að verða farið að umkringja völlinn. Andrúmsloftið er rafmagnað.18:38 - KR-ingar eru höfðingjar heim að sækja. Að minnsta kosti fyrir svanga blaðamenn. Hver þarf páskasteik eftir að hafa hesthúsað grillaðan hamborgara að hætti KR-inga?18:26 - Fyrstu hrópin koma frá stuðningsmönnum hér í kvöld. Og það eru þeir gulklæddu sem syngja fullum hálsi. Ekki mun veita af í kvöld.18:22 - Flestir spámenn hallast að því að KR sé sigurstranglegra liðið í þessu einvígi. Liðið var nánast óstöðvandi í vetur, hefur heimavallarréttinn í einvíginu og þá ganga lykilmenn Grindavíkur (Páll Axel og Helgi Jónas) ekki heilir til skógar. Það vekur nokkra athygli að liðið sem vinnur leik þrjú í svona rimmum, fer oftar en ekki með sigur af hólmi ef marka má söguna. Það hljómar vel í kvöld. Segjum að liðið sem vinnur þennan leik verði Íslandsmeistari.18:14 - Velkomnir til leiks lesendur. Nú fyrir örfáum mínútum var verið að hleypa inn fyrsta hollinu af áhorfendum sem streyma nú inn í DHL höllina undir dunandi rokktónlist frá Nirvana. Það er því eins gott að drífa sig á völlinn ef menn ætla að sjá leikinn með berum augum. Þeir sem nenna ekki út geta horft á Guðjón "Gaupa" Guðmundsson og Svala Björgvinsson lýsa leiknum á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira
Grindvíkingar eru komnir í lykilstöðu í úrslitaeinvíginu í Iceland Express deildinni eftir frábæran 107-94 sigur á KR í þriðja leik liðanna í DHL höllinni í kvöld. Grindvíkingar höfðu frumkvæðið frá miðjum fyrsta leikhluta og unnu verðskuldaðan sigur. Það var ekki síst fyrir stórkostlegan leik Nick Bradford, sem skoraði 47 stig fyrir Grindvíkinga í leiknum. Grindavík getur nú tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á heimavelli í fjórða leik liðanna á laugardaginn.Hér fyrir neðan má sjá textalýsingu Vísis og hérna má sjá alla tölfræði úr leiknum.21:15 - Leik lokið. KR 94 - Grindavík 107.Ótrúlegur sigur hjá Suðurnesjaliðinu. Hver hefði trúað því að Grindvíkingar ættu eftir að koma hingað í vesturbæinn og vinna stórsigur á KR? Nú getur liðið orðið meistari í fyrsta sinn í 13 ár með sigri í næsta leik.21:10 - Það er ljóst að Grindavík vinnur þennan leik. Liðið hefur yfir 87-102 þegar rúm mínúta er eftir. Grindvíkingar geta tryggt sér annan meistaratitilinn í sögu félagsins með sigri á heimavelli í fjórða leiknum á laugardaginn.21:06 - Helgi Jónas setti niður risavaxinn þrist fyrir Grindavíkurliðið, sem hafði ekki skorað í óratíma. Pressa KR hefur virkilega gert lokasprettinn áhugaverðan. Staðan 83-99 þegar tvær mínútur eru eftir.21:05 - Ég get upplýst lesendur um að Nick Bradford fer ekki yfir 50 stiga múrinn í þessum leik. Hann var að fá sína fimmtu villu í hamagangnum. Hann þrælaði þó niður 47 stigum og þarf ekki að skammast sín fyrir það.21:01 - Páll Kristins farinn af velli með fimm villur hjá Grindavík. Fannar Ólafs minnkar muninn í 80-95 þegar innan við fjórar mínútur eru til leiksloka.20:59- Pressa KR-inga hefur líka kostað nokkuð margar villur og nú gengur leikurinn hægt. Menn að tjalda á vítalínunni.20:57 - Jason Dourisseau með eina troðslu í körfuboltastiklurnar á Stöð 2 Sport. Glæsileg tilþrif hjá Bandaríkjamanninum, en líklega of seint. KR stelur svo boltanum og Jason fer á vítalínuna. Staðan 78-93 þegar 4:20 eru eftir.20:55 - Enn taka Grindvíkingar leikhlé til að losa sig úr hálstakinu sem pressa KR er. Smá titringur í gestunum, sem þó þurfa ekki að örvænta í stöðunni 74-93 þegar 4:31 eru til leiksloka.20:53 - Þetta er ekki hægt!!! Nick Bradford er í annari vídd en við hin þessa stundina. Setti tvo þrista í röð og er kominn með FJÖRUTÍU OG SEX stig! KR 69 - Grindavík 93.20:51 - Friðrik Ragnarsson notar leikhlé sín skynsamlega og tók eitt slíkt núna þegar KR náði smá rispu eftir stífa pressuvörn sína. Munurinn er þó líklega allt of mikill. Grindavík leiðir með 22 stigum þegar 6:30 eru eftir. Stuðningsmenn KR trúa ekki eigin augum.20:48 - Brenton Birmingham (36 ára) treður með tilþrifum eins og unglingurinn sem hann er og gefur svo fallega stoðsendingu á Bradford í næstu sókn. KR 62 - Grindavík 88 þegar sjö mínútur eru eftir af leiknum.20:47 - Helgi Magnússon farinn af velli með fimm villur hjá KR. Fannar og Skarphéðinn eru með fjórar villur. Hjá Grindavík eru Páll Axel, Páll Kristins og Þorleifur Ólafs með fjórar hver.20:45 - KR-ingar pressa eins og óðir menn og Grindvíkingar eiga fullt í fangið með að koma boltanum í leik. Jón Arnór með þrist fyrir KR. Staðan 59-81 fyrir Grindavík.20:42 - Þriðja leikhluta lokið. KR 54 - Grindavík 79.Stærsta verkefni KR-liðsins í vetur bíður þess í fjórða leikhlutanum. Ef KR á ekki sinn besta leikhluta í vetur á næstu tíu mínútum, þarf liðið að fara til Grindavíkur á laugardaginn og berjast fyrir lífi sínu í einvíginu.20:41 - Stuðningsmenn Grindavíkur taka hvert KR-stefið á fætur öðru og gera að sínu. Þeim leiðist ekki núna, þeim gulklæddu.20:34 - Vá. Nick Bradford er gjörsamlega að fara hamförum hérna. Skorar þrist og er kominn með 36 stig. Grindvíkingar stela svo boltanum í næstu sókn þar sem Brenton Birmingham skorar og fær villu að auki. KR 49 - Grindavík 74 þegar 2:04 eru eftir af þriðja leikhluta.20:31 - Stuðningsmenn Grindavíkurliðsins eru farnir að ögra stuðningsmönnum KR með því að syngja þeirra eigin kyndingar í átt til KR-manna. Hressandi. Á sama tíma er Nick Bradford að setja 33. stigið sitt í leiknum. Staðan 46-68 þegar 2:56 er eftir af þriðja leikhluta.20:28 - Jón Arnór brýtur hressilega á Nick Bradford þegar hann keyrir upp að körfu og dómarar þurfa að ganga í milli. Íslenski landsliðsmaðurinn að senda skilaboð eins og það er kallað. KR 42 - Grind 66.20:26 - Leikmenn Grindavíkurliðsins eru komnir með blóðbragð í munn. Það sést á látbragði þeirra í kjölfar þess að Þorleifur Ólafsson setur niður þrist og víti í kjölfarið eftir að brotið var á honum í skotinu. Staðan núna KR 42 - Grindavík 6420:22 - Grindvíkingar eru sjóðandi. Þorleifur með þrist, Brenton með troðslu. KR-liðið er í ruglinu. Grindavík leiðir 37-60 og KR tekur leikhlé um miðjan þriðja leikhluta.20:20 - Var búið að geta þess að Nick Bradford væri frekar heitur í þessum leik? Kappinn er kominn með 29 stig og KR á engin svör við honum. Grindavík leiðir 37-55.20:17- Síðari hálfleikur hefst - Fannar Ólafsson fær sína fjórðu villu fyrir brot á Páli Kristins. Baldur Ólafsson kemur inn í hans stað. Grindavík hefur yfir 36-51.20:12 - KR er með 52% hittni í 2ja stiga skotum og hefur klikkað á öllum sex þristum sínum í hálfleiknum. Grindavík er með 58% hittni inni í teig og hefur sett niður 5 af 12 þristum sínum. Fráköstin: KR 18 - Grind 14. Tapaðir boltar: KR 10 - Grind 4.20:05 - Benedikt Guðmundsson þarf að lesa hressilega yfir sínum mönnum í hálfleiknum. KR-liðið var á köflum vandræðalegt í sóknarleiknum og á að geta mikið betur - einnig á hinum enda vallarins.Grindvíkingarnir munu væntanlega halda sig við sama plan og í fyrri hálfleik. Eigum við að giska á "Látum Nick Bradford hafa boltann og verum ekki fyrir honum" -afbrigðið?20:00 - Hálfleikur. KR 34 - Grindavík 47.Frábærum fyrri hálfleik lokið og segja má að hann hafi þróast þveröfugt við fyrri hálfleikinn hér í fyrsta leiknum, en þá var KR með forystuna.Nick Bradford hefur verið langbesti maður vallarins og er kominn með 24 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar hjá Grindavík. Páll Kristins og Páll Axel eru með 6 stig hvor og Guðlaugur Eyjólfs 5.Hjá KR eru þeir Fannar Ólafsson og Jón Arnór Stefánsson með 11 stig hvor.19:55 - Eins og við manninn mælt, skorar KR tvær körfur í röð og treður upp í mann. Staðan 30-42 þegar 2:16 eru til hálfleiks. Friðrik Ragnarsson var klókur og bað strax um leikhlé.19:52 - Stundum sefur maður yfir sig, borðar ekki morgunmat og gleymir símanum heima - á einn af þessum dögum. Jæja, þetta virðist vera einn af þessum dögum hjá KR núna. Það bara fellur lítið sem ekkert með þeim. Grindavík yfir 26-42. Bradford treður og stuðningsmenn Grindavíkur að ærast á pöllunum. Benedikt þjálfari KR biður um leikhlé.19:48 - Jason, Jón Arnór, Fannar og Skarphéðinn allir komnir með tvær villur hjá KR. Páll Kristins með þrjár hjá Grindavík og Páll Axel og Þorleifur tvær. Grindavík yfir 22-37. Bradford með stoðsendingu á Brenton þegar 4:23 eru til hálfleiks.19:45 - Og sýningin heldur áfram. Nick Bradford smellir þrist fyrir Grindavík og kemur liðinu í 22-35. Bradford, sem aldrei hefur tapað seríu í úrslitakeppni á Íslandi, er kominn með 20 stig þegar annar leikhluti er hálfnaður.19:43 - Ja hérna. Grindvíkingar hreinlega mana Jakob Sigurðarson til að skjóta fyrir utan og hann klikkar á tveimur galopnum skotum. Jakob hefur ekki náð sér á strik í einvíginu til þessa. Grindavík er yfir 22-32 þegar 6:24 eru eftir af öðrum leikhluta.19:40 - Grindvíkingar hafa greinilega farið yfir spólur af síðustu leikjum sínum í þessu húsi, þar sem þeir voru skotnir í kaf í fyrri hálfleik í bæði skiptin. Nú hafa þeir yfir 19-28 í upphafi annars leikhluta.19:37 - Fyrsta leikhluta lokið. KR 19 - Grindavík 25.Frábær fyrsti leikhluti að baki. Nick Bradford er saga fyrsta leikhlutans. Maðurinn bar Grindavíkurliðið á herðum sér og er kominn með 15 stig! Jón Arnór og Fannar Ólafsson eru með 6 hvor hjá KR.19:30 - Tæknin er aðeins að stríða okkur hér í DHL höllinni. Tækjabúnaðurinn líklega að keyra yfir í spennunni. Nick Bradford fer hamförum hjá Grindavík og gestirnir hafa yfir 14-18.19:26 - Þorleifur Ólafsson fer af velli hjá Grindavík með tvær villur. Inn kemur stórskyttan Guðlaugur Eyjólfsson. Nick Bradford skorar og fær villu á Jón Arnór. Stuðningsmenn Grindavíkur bilast af hrifningu. Staðan orðin 12-13 fyrir Grindavík.19:24 - Páll Kristins með tvær körfur í röð fyrir Grindavík. Hasarinn er mikill á vellinum og enginn kann betur að meta það en Nick Bradford, sem hreinlega baðar sig í bauli áhangenda KR. Mikill hraði í leiknum núna og KR yfir 11-8.19:21 - Mikill hasar í byrjun. KR hefur yfir 7-2 eftir körfu og víti frá Jóni Arnóri. Bæði leikmenn og áhorfendur ætla að nota tækifærið strax í byrjun og kynna sig fyrir dómurum leiksins.19:15 - Leikur hafinn. Byrjunarliðin hér fyrir neðan.Grindavík: Helgi Jónas, Þorleifur, Páll Kr, Brenton og Nick Bradford.KR: Jakob, Jón Arnór, Helgi, Jason og Fannar.19:14 - Önnur karfan hér í DHL höllinni þarf líklega að fara í uppherslu að móti loknu. Hún festist niðri í hvert skipti sem troðið er í hana. Megi hún festast sem oftast í leiknum, áhorfenda vegna. Þvílík stemming hér í húsinu. Leikurinn er að byrja.19:10 - Grindavíkurliðið er kynnt til leiks. Heyrist varla bofs í vallarþul fyrir söng KR-inga. Þakið ætlar svo af kofanum þegar KR-liðið er kynnt til leiks. Leikmenn taka léttan dans fyrir áhorfendur í kynningunni og kasta húfum upp í stúkuna.19:06 - Leikmenn beggja liða eru frekar einbeittir á svip. Einn maður sker sig þó úr í upphituninni eins og alltaf. Eitursvalur Nick Bradford hjá Grindavík. Göngulagið í vanari kantinum og rappar með laginu sem naumlega má greina fyrir hrópum stuðningsmanna beggja liða. Stemmingin er svo góð að ekki einu sinni ofspilaður smellur með U2 nær að skemma hana.19:02 - Nú er ég farinn að kannast við mína menn. Harðlínustuðningsmenn Grindavíkurliðsins (sem voru hvergi sjáanlegir í deildarkeppninni) ríða á vaðið og syngja fullum hálsi. Miðjan, stuðningssveit KR, svarar þeim fullum hálsi og syngur "Það heyrist ekki ra***at." - Þetta er að byrja góðir hálsar.18:58 - Þá er um það bil stundarfjórðungur í leik. Enn er hægt að troða slatta af fólki í hornin og fyrir aftan körfurnar (ef brunavarnir leyfa).18:45 - Bæði lið eru nú úti á velli að hita upp og skjóta á körfurnar. Einbeitingin skín út úr andlitum leikmanna. Helgi Jónas skokkar um völlinn léttur í spori og getur vonandi beitt sér að fullu með Grindavíkurliðinu eftir að hafa meiðst lítillega í síðasta leik.18:41 - Áhorfendabekkir eru að verða þétt setnir hér í DHL höllinni og fólkið er að verða farið að umkringja völlinn. Andrúmsloftið er rafmagnað.18:38 - KR-ingar eru höfðingjar heim að sækja. Að minnsta kosti fyrir svanga blaðamenn. Hver þarf páskasteik eftir að hafa hesthúsað grillaðan hamborgara að hætti KR-inga?18:26 - Fyrstu hrópin koma frá stuðningsmönnum hér í kvöld. Og það eru þeir gulklæddu sem syngja fullum hálsi. Ekki mun veita af í kvöld.18:22 - Flestir spámenn hallast að því að KR sé sigurstranglegra liðið í þessu einvígi. Liðið var nánast óstöðvandi í vetur, hefur heimavallarréttinn í einvíginu og þá ganga lykilmenn Grindavíkur (Páll Axel og Helgi Jónas) ekki heilir til skógar. Það vekur nokkra athygli að liðið sem vinnur leik þrjú í svona rimmum, fer oftar en ekki með sigur af hólmi ef marka má söguna. Það hljómar vel í kvöld. Segjum að liðið sem vinnur þennan leik verði Íslandsmeistari.18:14 - Velkomnir til leiks lesendur. Nú fyrir örfáum mínútum var verið að hleypa inn fyrsta hollinu af áhorfendum sem streyma nú inn í DHL höllina undir dunandi rokktónlist frá Nirvana. Það er því eins gott að drífa sig á völlinn ef menn ætla að sjá leikinn með berum augum. Þeir sem nenna ekki út geta horft á Guðjón "Gaupa" Guðmundsson og Svala Björgvinsson lýsa leiknum á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Sjá meira