Körfubolti

Larry Bird: Garnett er farinn að slitna

Larry Bird og Kevin McHale eru báðir lemstraðir í dag eftir meiðsli og langan feril í NBA deildinni
Larry Bird og Kevin McHale eru báðir lemstraðir í dag eftir meiðsli og langan feril í NBA deildinni Nordic Photos/Getty Images

Goðsögnin Larry Bird sem áður lék með Boston Celtics segir að framherjinn Kevin Garnett sé farinn að láta á sjá eftir langan feril í NBA deildinni þrátt fyrir að vera aðeins 32 ára gamall.

Garnett kom inn í deildina sem unglingur og er þegar búinn að spila fleiri mínútur en Larry Bird gerði á sínum tíma.

Garnett verður 33 ára gamall í næsta mánuði og hefur átt við meiðsli að stríða í fyrsta sinn á ferlinum.

Vonir standa til um að þessi mikli keppnismaður verði orðinn þokkalega heill þegar úrslitakeppnin hefst þann 18. apríl þar sem lið hans Boston á titil að verja.

"Kevin er þegar búinn að spila fleiri mínútur en ég gerði á mínum ferli, svo hann hlýtur að vera farinn að slitna eitthvað," sagði Bird í samtali við Boston Herald.

"Svona mikið álag hefur áhrif á alla leikmenn. Sjáið bara göngulagið á Kevin McHale (fyrrum leikmanni Boston og núverandi þjálfara Minnesota). Það leynir sér ekki að hann spilaði ökklabrotinn fyrir okkur í úrslitakeppninni árið 1987," sagði Bird.





NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×