Fótbolti

Ribery til Barcelona - Eiður til Bayern?

Franck Ribery
Franck Ribery AFP

Spænska blaðið El Mundo Deportivo telur sig hafa heimildir fyrir því að franski landsliðsmaðurinn Franck Ribery hafi samþykkt að ganga í raðir Barcelona í sumar.

Ribery hefur gert góða hluti með Bayern Munchen síðustu misseri en í viðtali á dögunum lét hann hafa eftir sér að það yrði erfitt fyrir sig að spila áfram með Bayern ef liðinu mistækist að tryggja sér sæti í Meistaradeildinni á næsta ári.

Spænska blaðið segir að fulltrúar Bayern og Barcelona hafi átt fund þar sem Ribery hafi verið efstur á dagskránni.

Þar kemur fram að Barcelona hafi fallist á að greiða Bayern rúma fjóra milljarða króna fyrir Ribery og senda auk þess þá Eið Smára Guðjohnsen og Alexander Hleb til Þýskalands.

Ribery mun hafa samþykkt að skrifa undir fjögurra ára samning við spænska félagið, en hann hefur líka verið orðaður við Real Madrid og Manchester United.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×