Fótbolti

Franck Ribery og Xabi Alonso eru of dýrir fyrir Real Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Real Madrid er búið að gefa upp vonina á að næla í Franck Ribery.
Real Madrid er búið að gefa upp vonina á að næla í Franck Ribery. Mynd/AFP

Jorge Valdano, framkvæmdastjóri Real Madrid, hefur nú viðurkennt að spænska félagið hafi ekki efni á því að kaupa þá Franck Ribery og Xabi Alonso í viðbót við þær hundruðir milljóna evra sem Real hefur eytt í Cristiano Ronaldo, Kaka og Karim Benzema.

„Xabi Alonso er á undan í forgangsröðinni ef að við eigum fyrir honum en það lítur ekki út fyrir það. Við erum mjög langt frá þeim upphæðum sem Liverpool vill fá fyrir hann," sagði Valdano í viðtali við spænska blaðið El Partido de la Una. Liverpool hefur þegar hafnað tveimur tilboðum Madrídar-liðsins.

Bayern Munchen vill síðan fá 80 milljónir evra fyrir Franck Ribery. „Þetta er óraunhæf upphæð og þeir geta alveg eins sagt það að þeir vilji ekki selja hann," sagði Valdano.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×