Sport

Fyrirhuguðum bardaga Klitschko og Haye frestað

Ómar Þorgeirsson skrifar
Klitschko og Haye.
Klitschko og Haye. Nordicphotos Gettyimages

Hnefaleikaunnendur víðs vegar um heiminn fengu slæmar fréttir í dag þegar staðfest var að ekkert verði af fyrirhuguðum bardaga Wladimir Klitschko og David Haye sem fara átti fram 20. júní næstkomandi.

Ástæðan er sú að Haye meiddist á hönd við æfingar fyrir bardagann.

Haye ætlaði sér að verða fyrsti Bretinn til þess að verða meistari í þungavigt síðan Lennox Lewis hætti árið 2003 en hann verður nú að bíða eftir að fá annað tækifæri.

Talað er um að reyna að færa bardagann fram í september á þessu ári.

Í millitíðinni munu umboðsmaður og þjálfarateymi Klitschko ætla að skipuleggja annan bardaga fyrir heimsmeistarann en rússneski risinn Nicolai Valuev hefur verið nefndur sem líklegur andstæðingur.







Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×