Sport

Nadal mætir Verdasco í undanúrslitum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafael Nadal einbeittur á svip í morgun.
Rafael Nadal einbeittur á svip í morgun. Nordic Photos / AFP
Rafael Nadal og Fernando Verdasco munu mætast í undanúrslitum einliðaleiks karla á opna ástralska meistaramótinu í tennis.

Nadal vann góðan sigur á Gilles Simon í morgun, 6-2, 7-5 og 7-5. Fyrr í nótt hafði Verdasco betur gegn Jo-Wilfried Tsonga sem komst í úrslit mótsins í fyrra en tapaði þá fyrir Novak Djokovic.

Nadal byrjaði mjög örugglega í sinni viðureign gegn Simon og vann fyrsta settið afar örugglega. En um mitt annað settið fór Simon að bíta frá sér og var ekki langt frá því að vinna settið. En Nadal reyndist einfaldlega sterkari á lokasprettinum og var svipuð staða upp á teningnum í þriðja settinu.

Nadal hefur sýnt mikla yfirburði gegn sínum andstæðingum á mótinu og enn ekki tapað setti til þessa. Hann þurfti þó sjö lotur til að vinna sett í fyrsta sinn í dag.

Það er því ljóst að það verður Spánverji í úrslitaviðureigninni þar sem bæði Nadal og Verdasco eru frá Spáni.

Verdasco vann viðureignina gegn Tsonga með þremur settum gegn einu, 7-6, 6-7, 6-3 og 6-2.

Verdasco hefur slegið í gegn á mótinu en hann sló út Andy Murray í 16-manna úrslitunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×